Viðskipti innlent

Landsbankinn orðinn eitt af stóru verslunarveldum Bretlands

Samkvæmt skýrslu slitastjórnar gamla Landsbankans til kröfuhafa er bankinn orðinn eitt af stóru verslunarveldunum í Bretlandi.

Í skýrslunni kemur fram að gamli Landsbankinn á nú 67% hlut í lágvöruverslunarkeðjunni Iceland. Bankinn er því greinilega búinn að leysa til sín hlut Styttu í Iceland. Áður hafði bankinn eignast um 40% í Iceland þegar hann tók yfir rekstur BG Holding, dótturfélags Baugs í Bretlandi, í febrúar 200.

Verslunarkeðjan hefur lengi verið kölluð gullkýrin í eignasafni bankans enda vel yfir 200 milljarða króna virði. Raunar er Iceland 13. stærsta einkafyrirtæki Bretlands.

Þá á bankinn 67% hlut i Hamleys einni vinsælustu leikfangaverslunarkeðju Bretlands. Hún kemur einnig frá Baugi og er raunar enn stjórnað af Gunnari Sigurðssyni með ágætum árangri.

Við þessar verslanaeignir má svo bæta við tæplega 35% hlut í verslunarkeðjunni House of Fraser og rúmlega 66% hlut í félaginu Aurum, en innan þess eru verslunarkeðjurnar Mappin & Webb, Goldsmiths og Watches of Switzerland.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×