Útsvar óbreytt í Garðabæ 2. desember 2010 20:45 Garðabæingar þurfa ekki að borga hærra útsvar. Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. Útsvar verður óbreytt, eða 12,46%, sem er með því lægsta sem gerist hjá íslenskum sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 165 mkr. Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2011 ber með sér sterka fjárhagsstöðu bæjarins. Staðinn verður vörður um núverandi starfsemi á fjölskyldusviði svo og í fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmálum eins og kostur er. Framangreindir málaflokkar, sem varið er til samtals um 80% af skattekjunum, verða ekki fyrir niðurskurði í fjárframlögum á milli áranna 2010 og 2011. Garðabær nýtur þess í ríkum mæli að skuldir og skuldbindingar eru hóflegar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að langtímaskuldir verða greiddar niður um tæplega 400 millj. á árinu 2011 og að framkvæmdir á árinu, fyrir allt að 580 millj. kr., verði fjármagnaðar án lántöku. Stærstu framkvæmdir ársins eru bygging leikskóla í Akrahverfi í Garðabæ og bygging hjúkrunarheimilis á Sjálandi. Útgjöld til félagsþjónustu hækka um 4,9% frá árinu 2010. Liðir eins og fjárhagsaðstoð, þjónusta við aldraða og húsaleigubætur eru hækkaðir til að mæta aðstæðum í samfélaginu. Einnig hækkar rekstrarkostnaður Jónshúss vegna góðrar aðsóknar eldri borgara og þátttöku í því starfi sem þar er boðið upp á. Garðabær mun áfram kappkosta að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Álögum á bæjarbúa er mjög stillt í hóf, útsvar lágt og gjaldskrárhækkanir óverulegar. Gert er ráð fyrir að samdrætti í tekjum verði mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Því er verulega komið til móts við íbúa í erfiðu árferði. Á meðal helstu forsendna frumvarpsins má nefna: Að hlutfall veltufjár frá rekstri verði hærra en sem nemur 10% af tekjum. Að álagningarhlutfall fasteignaskatta hækki til að mæta lækkun fasteignamats um rúmlega 11%. Að leikskólagjöld hækki ekki. Matarverð leikskóla hækkar hinsvegar til að koma til móts við verðhækkanir síðustu ára. Niðurgreiðslur vegna dagforeldraþjónustu verða óbreyttar og gjaldið fyrir börnin það sama og í leikskólum. Að reglur vegna lækkunar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega tryggi að tekjulágir eldri borgarar njóti afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjöldum. Að haldið verði áfram að greiða hvatapeninga vegna þátttöku barna og ungmenna í tómstundastarfi og reglur rýmkaðar til að 5 ára börn eigi kost á greiðslum vegna tómstunda sinna. Að þeim aðhaldsaðgerðum sem hrint var í framkvæmd á árinu 2009 í grunn og leikskólum og á fleiri sviðum verði framhaldið á árinu 2011. Að áfram verði gætt ítrasta hagræðis í rekstri og gætt að hagkvæmni í öllum innkaupum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. Útsvar verður óbreytt, eða 12,46%, sem er með því lægsta sem gerist hjá íslenskum sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 165 mkr. Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2011 ber með sér sterka fjárhagsstöðu bæjarins. Staðinn verður vörður um núverandi starfsemi á fjölskyldusviði svo og í fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmálum eins og kostur er. Framangreindir málaflokkar, sem varið er til samtals um 80% af skattekjunum, verða ekki fyrir niðurskurði í fjárframlögum á milli áranna 2010 og 2011. Garðabær nýtur þess í ríkum mæli að skuldir og skuldbindingar eru hóflegar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að langtímaskuldir verða greiddar niður um tæplega 400 millj. á árinu 2011 og að framkvæmdir á árinu, fyrir allt að 580 millj. kr., verði fjármagnaðar án lántöku. Stærstu framkvæmdir ársins eru bygging leikskóla í Akrahverfi í Garðabæ og bygging hjúkrunarheimilis á Sjálandi. Útgjöld til félagsþjónustu hækka um 4,9% frá árinu 2010. Liðir eins og fjárhagsaðstoð, þjónusta við aldraða og húsaleigubætur eru hækkaðir til að mæta aðstæðum í samfélaginu. Einnig hækkar rekstrarkostnaður Jónshúss vegna góðrar aðsóknar eldri borgara og þátttöku í því starfi sem þar er boðið upp á. Garðabær mun áfram kappkosta að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Álögum á bæjarbúa er mjög stillt í hóf, útsvar lágt og gjaldskrárhækkanir óverulegar. Gert er ráð fyrir að samdrætti í tekjum verði mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Því er verulega komið til móts við íbúa í erfiðu árferði. Á meðal helstu forsendna frumvarpsins má nefna: Að hlutfall veltufjár frá rekstri verði hærra en sem nemur 10% af tekjum. Að álagningarhlutfall fasteignaskatta hækki til að mæta lækkun fasteignamats um rúmlega 11%. Að leikskólagjöld hækki ekki. Matarverð leikskóla hækkar hinsvegar til að koma til móts við verðhækkanir síðustu ára. Niðurgreiðslur vegna dagforeldraþjónustu verða óbreyttar og gjaldið fyrir börnin það sama og í leikskólum. Að reglur vegna lækkunar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega tryggi að tekjulágir eldri borgarar njóti afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjöldum. Að haldið verði áfram að greiða hvatapeninga vegna þátttöku barna og ungmenna í tómstundastarfi og reglur rýmkaðar til að 5 ára börn eigi kost á greiðslum vegna tómstunda sinna. Að þeim aðhaldsaðgerðum sem hrint var í framkvæmd á árinu 2009 í grunn og leikskólum og á fleiri sviðum verði framhaldið á árinu 2011. Að áfram verði gætt ítrasta hagræðis í rekstri og gætt að hagkvæmni í öllum innkaupum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira