Útsvar óbreytt í Garðabæ 2. desember 2010 20:45 Garðabæingar þurfa ekki að borga hærra útsvar. Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. Útsvar verður óbreytt, eða 12,46%, sem er með því lægsta sem gerist hjá íslenskum sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 165 mkr. Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2011 ber með sér sterka fjárhagsstöðu bæjarins. Staðinn verður vörður um núverandi starfsemi á fjölskyldusviði svo og í fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmálum eins og kostur er. Framangreindir málaflokkar, sem varið er til samtals um 80% af skattekjunum, verða ekki fyrir niðurskurði í fjárframlögum á milli áranna 2010 og 2011. Garðabær nýtur þess í ríkum mæli að skuldir og skuldbindingar eru hóflegar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að langtímaskuldir verða greiddar niður um tæplega 400 millj. á árinu 2011 og að framkvæmdir á árinu, fyrir allt að 580 millj. kr., verði fjármagnaðar án lántöku. Stærstu framkvæmdir ársins eru bygging leikskóla í Akrahverfi í Garðabæ og bygging hjúkrunarheimilis á Sjálandi. Útgjöld til félagsþjónustu hækka um 4,9% frá árinu 2010. Liðir eins og fjárhagsaðstoð, þjónusta við aldraða og húsaleigubætur eru hækkaðir til að mæta aðstæðum í samfélaginu. Einnig hækkar rekstrarkostnaður Jónshúss vegna góðrar aðsóknar eldri borgara og þátttöku í því starfi sem þar er boðið upp á. Garðabær mun áfram kappkosta að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Álögum á bæjarbúa er mjög stillt í hóf, útsvar lágt og gjaldskrárhækkanir óverulegar. Gert er ráð fyrir að samdrætti í tekjum verði mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Því er verulega komið til móts við íbúa í erfiðu árferði. Á meðal helstu forsendna frumvarpsins má nefna: Að hlutfall veltufjár frá rekstri verði hærra en sem nemur 10% af tekjum. Að álagningarhlutfall fasteignaskatta hækki til að mæta lækkun fasteignamats um rúmlega 11%. Að leikskólagjöld hækki ekki. Matarverð leikskóla hækkar hinsvegar til að koma til móts við verðhækkanir síðustu ára. Niðurgreiðslur vegna dagforeldraþjónustu verða óbreyttar og gjaldið fyrir börnin það sama og í leikskólum. Að reglur vegna lækkunar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega tryggi að tekjulágir eldri borgarar njóti afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjöldum. Að haldið verði áfram að greiða hvatapeninga vegna þátttöku barna og ungmenna í tómstundastarfi og reglur rýmkaðar til að 5 ára börn eigi kost á greiðslum vegna tómstunda sinna. Að þeim aðhaldsaðgerðum sem hrint var í framkvæmd á árinu 2009 í grunn og leikskólum og á fleiri sviðum verði framhaldið á árinu 2011. Að áfram verði gætt ítrasta hagræðis í rekstri og gætt að hagkvæmni í öllum innkaupum. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. Útsvar verður óbreytt, eða 12,46%, sem er með því lægsta sem gerist hjá íslenskum sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 165 mkr. Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2011 ber með sér sterka fjárhagsstöðu bæjarins. Staðinn verður vörður um núverandi starfsemi á fjölskyldusviði svo og í fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmálum eins og kostur er. Framangreindir málaflokkar, sem varið er til samtals um 80% af skattekjunum, verða ekki fyrir niðurskurði í fjárframlögum á milli áranna 2010 og 2011. Garðabær nýtur þess í ríkum mæli að skuldir og skuldbindingar eru hóflegar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að langtímaskuldir verða greiddar niður um tæplega 400 millj. á árinu 2011 og að framkvæmdir á árinu, fyrir allt að 580 millj. kr., verði fjármagnaðar án lántöku. Stærstu framkvæmdir ársins eru bygging leikskóla í Akrahverfi í Garðabæ og bygging hjúkrunarheimilis á Sjálandi. Útgjöld til félagsþjónustu hækka um 4,9% frá árinu 2010. Liðir eins og fjárhagsaðstoð, þjónusta við aldraða og húsaleigubætur eru hækkaðir til að mæta aðstæðum í samfélaginu. Einnig hækkar rekstrarkostnaður Jónshúss vegna góðrar aðsóknar eldri borgara og þátttöku í því starfi sem þar er boðið upp á. Garðabær mun áfram kappkosta að veita íbúum framúrskarandi þjónustu. Álögum á bæjarbúa er mjög stillt í hóf, útsvar lágt og gjaldskrárhækkanir óverulegar. Gert er ráð fyrir að samdrætti í tekjum verði mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Því er verulega komið til móts við íbúa í erfiðu árferði. Á meðal helstu forsendna frumvarpsins má nefna: Að hlutfall veltufjár frá rekstri verði hærra en sem nemur 10% af tekjum. Að álagningarhlutfall fasteignaskatta hækki til að mæta lækkun fasteignamats um rúmlega 11%. Að leikskólagjöld hækki ekki. Matarverð leikskóla hækkar hinsvegar til að koma til móts við verðhækkanir síðustu ára. Niðurgreiðslur vegna dagforeldraþjónustu verða óbreyttar og gjaldið fyrir börnin það sama og í leikskólum. Að reglur vegna lækkunar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega tryggi að tekjulágir eldri borgarar njóti afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjöldum. Að haldið verði áfram að greiða hvatapeninga vegna þátttöku barna og ungmenna í tómstundastarfi og reglur rýmkaðar til að 5 ára börn eigi kost á greiðslum vegna tómstunda sinna. Að þeim aðhaldsaðgerðum sem hrint var í framkvæmd á árinu 2009 í grunn og leikskólum og á fleiri sviðum verði framhaldið á árinu 2011. Að áfram verði gætt ítrasta hagræðis í rekstri og gætt að hagkvæmni í öllum innkaupum.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira