Þeir Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson, þjálfarar U-21 árs liðs karla í handbolta, hafa valið 18 manna æfingahóp sem mun leika þrjá vináttulandsleiki í desember.
Leikirnir fara fram 18.-20. desember og eru allir gegn Noregi. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM sem fer fram í byrjun janúar.
Þar mætir Ísland liðum Eistlands, Makedóníu og Serbíu.
Íslenski hópurinn:
Markverðir:
Arnór Stefánsson - ÍR
Kristófer Guðmundsson - Afturelding
Sigurður Örn Arnarson - FH
Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson - HK
Geir Guðmundsson - Akureyri
Guðmundur Árni Ólafsson - Haukar
Guðmundur Hólmar Helgason - Akureyri
Halldór Guðjónsson - FH
Heimir Óli Heimisson - Haukar
Oddur Gretarsson - Akureyri
Ólafur Guðmundsson - FH
Ragnar Jóhannsson - Selfoss
Róbert Aron Hostert - Fram
Stefán Rafn Sigurmannsson - Haukar
Sverrir Eyjólfsson - Eisenach
Tandri Konráðsson - Stjarnan
Vignir Stefánsson - ÍBV
Þorgrímur Ólafsson - ÍR