Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum Elvar Geir Magnússon í Stykkishólmi skrifar 26. apríl 2010 20:51 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2. Dominos-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira