Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum Elvar Geir Magnússon í Stykkishólmi skrifar 26. apríl 2010 20:51 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2. Dominos-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum útisigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks. Heimamenn í Snæfelli komu gríðarlega ákveðnir til leiks, staðráðnir í að landa titlinum fyrir framan troðfullt Fjárhúsið. Þeir komust snemma átta stigum yfir, 10-2, leiddir áfram af fyirliðanum, Hlyni Bæringssyni og leikstjórnandanum, Jeb Ivey. Keflvíkingar voru samt ekkert á þeim buxunum að leggjast undir heimamenn og leyfa þeim að komast í væna forystu eins og síðustu tveimur leikjum. Þeir söxuðu strax á forskotið en voru þó undir þegar fyrsta leikhluta var lokið, 19-12. Annar leikhluti var eign Keflvíkinga sem þeir unnu með þrettán stiga mun. Þeir voru því yfir í hálfleik, 40-34. Í öðrum leikhluta fór einnig að færast mikil harka í leikinn en Jón Norðdal Hafsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnboga Jóns Ólafs í andlitið. Keflvíkingar, ólíkt Snæfelli í þessum leik, voru að fá framlag frá mörgum leikmönnum en nánast allt byrjunarlið þeirra skilaði flottum tölum í leiknum. Urule og Sigurður Þorsteinsson voru skæðir undir körfunni sem og Hörður Axel og Nick Bradford fyrir utan. Hörður Axel lenti snemma í villuvandræðum en hann var kominn með fjórar villur fyrir lok þriðja leikhluta. Það var morgunljóst að hann ætlaði ekki að tapa leiknum en í baráttunni blóðgaði hann bæði Sigurð Þorvaldsson og Emil Jóhannsson. Þeir þurftu að yfirgefa völlinn til að láta binda um höfuð sitt, Sigurður snéri aftur í leikinn en Emil kom ekki meira við sögu. Snæfellingar minnkuðu muninn fyrir lokafjórðunginn, staðan 60-57 gestunum í vil og spennan að gera út af við marga stuðningsmenn Snæfells. Þeir studdu dyggilega við bakið á liði sínu og þegar Hlynur Bæringsson setti niður gífurlega erfitt skot í byrjun lokafjórðungsins og fékk víti að auki virtist sem svo að stígandinn væri Snæfells-meginn. En það er eitt sem bannað er að gera. Það er að afskrifa Keflavík. Urule Igbavboa fór á kostum undir körfunni í lokafjórðungnum sem og Keflvíkinga spiluðu fanta varnarleik. Þegar Nick Bradford setti síðan niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var nokkuð ljóst í hvað stefndi, staðan þá orðin 78-70. Eftir það var ekki aftur snúið. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar og kláraði Hörður Axel Vilhjálmsson leikinn með glæsilegri ,,alley-hoop"-körfu, lokatölur 82-73. Eins og áður segir átti Urule Igbavboa stórleik í liði Keflavíkur, skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Þá skoraði Sigurður Þorsteinsson 18 og tók 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Jeb Ivey atkvæðamestur með 22 stig og 7 stoðsendingar en Hlynur skoraði 20 og tók 9 fráköst. Aðrir mikilvægir leikmenn á borð við Martin Berkis og Sigurður Þorvaldsson voru kaldir sem ís í leiknum. Oddaleikur liðanna verður í Keflavík á fimmtudaginn en eins og gefur að skilja verður það hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Körfubolta árið 2010. Snæfell - Keflavík 73-82 Stig Snæfells: Jeb Ivey 22 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 20 (9 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 10, Sigurður Þorvaldsson 9, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Sigurgeirsson 4, Martin Berkis 3. Stig Keflavíkur: Urule Igbavboa 20 (11 fráköst), Sigurður Þorsteinsson 18, Nick Bradford 15, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Jón Norðdal 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins