Laun til listamanna minnka atvinnuleysi Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2010 15:13 Um mánaðarmótin febrúar-mars ár hvert er sem fjandinn verði laus þegar birt er niðurstaða Stjórnar listamannalauna þ.e. hver skuli hljóta starfslaun listamanna það árið. Samsæriskenningar líta dagsins ljós bæði frá hendi listamanna og almennings og fjölmiðlar blanda sér í leikinn. Þessi mánaðarmót eru engin undantekning og má segja að Bylgjan hafi komið hreinni flóðbylgju af stað mánudaginn 1.mars í þættinum Í bítið með spjalli um listamannalaun. Þar skipuðu Heimir og Þráinn sér í hlutverk sækjenda og Sólveig tók að sér verjandahlutverk menningarinnar í landinu og síminn opinn fyrir almenning að leggja orð í belg. Að sjálfsöðu voru skiptar skoðanir á hlutunum sem verður alltaf á öllum hlutum, sérstaklega þegar ónógar forsendur liggja fyrir ákvarðanatöku. Ýmislegt fékk að fjúka í þessum fyrsta þætti Í bítið. Að launasjóður væri subbulegur speni, launasjóður blóðsugna sem ætti að leggja af, eða snobbatvinnuleysisbætur, sem sýnir einmitt hve lítt upplýst fólk er um efni þessara styrkja. Líkt og Njörður Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst benti á í þarfri grein sinni um ,,Listlaun og menningarstefnu" í Fréttablaðinu 4. mars, þá er heitið ,,listamannalaun" misvísandi heiti á þeim verkefnastyrkjum sem verið er að úthluta. Verkefnastyrkir sem styrkhafendur þurfa að gera grein fyrir hvernig voru notaðir, ekki ósvipað og þeir stofn- og verkefnastyrkir sem úthlutaðir eru árlega til fyrirtækja og félaga hjá Fjárlaganefnd. Eins var í þættinum uppi misskilningur á því hve margir væru á þessum ,,spena" og var tölunni 1.200-1.600 hent fram en það er einmitt fjöldi mánaða sem úthlutaðir voru. Viðbrögð við þættinum létu ekki á sér standa bæði hjá almenningi og listamönnum og skrifaði Sara Riel myndlistarkona þeim þáttastjórnendum bréf og tók upp hanskann fyrir sitt fólk. Þetta svar virðist hafa farið fyrir brjóstið á einum þáttastjórnandanum, af svari hans að dæma, en nálgast má bæði bréfin á heimaslóð Söru á Facebook. Daginn eftir hélt umræðan áfram Í bítið og var Þráinn Bertelsson rithöfundur og þingmaður fenginn til að koma og ræða um listamannalaunin. Hann var kannski ívið háfleygur fyrir hinn almenna hlutstanda en benti réttilega á að listamannalaunin eru ,,einhver besta fjárfestingin sem ríkið leggur út í" og því er ég innilega sammála. Hvers vegna er það góð fjárfesting? Fyrir því eru tvö megin rök. Í fyrsta lagi hafa verið gerðar kannanir á hinum Norðurlöndunum þar sem sannað þykir að það sé fjárhagslega hagkvæmt að setja pening í menningu og listir, því að fyrir hverja krónu sem sett er í menninguna koma TVÆR til baka. Þetta er í formi aukinna starfa, skatta, virðisaukaskatts og gjaldeyris sem kemur inn í landið. Þar sem þjóðfélagsuppbygging og virðisaukaskattur er viðlíka og hjá nágrönnum okkar tel ég að niðurstaða slíkra kannanna yrði hér mjög svipuð. Í öðru lagi þá gera listamannalaun það að verkum að listamenn geta sinnt því starfi sem þeir eru bestir í og hafa menntað sig til, í stað þess að vera í aukavinnu við skúringar, afgreiðslustörf, bankastörfum, kennslu o.s.frv. sem aðrir eru mun færari að sinna. Þannig losna hreinlega störf fyrir aðra, þar sem listamenn mega ekki þiggja laun á örðum stað meðan þeir gegna listamannalaunum. Í landi þar sem atvinnulausir eru 17.000 manns tel ég að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að hreinlega styrkja alla 3.000 listamenn í landinu (tala félagsmanna í BÍL - Bandalagi íslenskra listamanna) til að sinna sínum hugðarefnum og láta þannig atvinnulausum eftir þau störf sem þeir sinna sér til viðurværis nú. Þannig myndi atvinnulausum fækka niður í 15.000. Raunar myndi atvinnuleysið minnka enn meir ef marka má aðra könnum sem gerð var bæði í Finnlandi og Danmörku. Þar fundu menn út að fyrir hvern starfandi listamann í landinu í fullu starfi eru níu í vinnu beinlínis vegna hans starfa og við að þjónusta hann. Þarna erum við að tala um fjölmiðlafólk (fyrst skal frægan telja), vefforritara , starfsmenn listasafna, gallería, póshúsa, verslana sem selja efniviðinn, flugfélaga, samgöngufyrirtækja, prentsmiðja og svo mætti lengi telja. Mér reiknast til að við gætum einfaldlega útrýmt atvinnuleysi með því að setja alla listamenn landsins á ,,spenann" og skapað að auki 13.000 störf, því það er enginn endir á því hvað frjóum listamönnum dettur í hug að setja á laggirnar ef þeim er gefinn tími og ráðrúm til þess. Eini viðmælandinn Í bítið sem mér fannst hafa eitthvað til málanna að leggja var kvennmaður sem vildi láta tekjutengja listamannalaunin, hugmynd sem er alls ekki fráleit og hefur reyndar lengi verið við lýði hjá norðmönnum. Þannig tryggir ríkið starfandi listamönnum sem uppfyllt hafa vissann punktafjölda (sem byggist á blöndu af námi, sýningarfjölda og aldri) lágmarkslaun(n.minstelönn) þar sem listamaðurinn fær milligjöfina frá ríkinu hafi honum ekki tekist að selja listaverk sem nemur atvinnuleysisbótum þann mánuðinn. Fyrst rætt er um Noreg þá má geta þess að út var að koma svartaskýrsla þar í landi, sem lýsir bágri stöðu myndlistarmanna. Ég hef dvalið langdvölum í Noregi og hefur nú fundist sem þar drjúpi smjör af hverju strái og bíð því spennt að komast yfir eintak af þessari skýrslu. Ég vil að SÍM fái óháða aðila til að bera norsku skýrsluna saman við stöðu íslenskra myndlistarmanna og mætti segja mér að staðan væri svona líkt og hjá Oliver Twist fyrir og eftir ættleiðingu. Kannski væri auðveldasta lausnin á deilumálum um listamannalaun að þiggja boð norðmannsins sem vildi gera Ísland ríki í Noregi, ég tel allavega að þá væri okkur myndlistarmönnum borgið. Hrafnhildur Sigurðardóttir er myndlistarmaður, forstöðumaður og hugmyndasmiður Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd og frambjóðandi í formannskosningu SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna sem verða laugardaginn 6. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um mánaðarmótin febrúar-mars ár hvert er sem fjandinn verði laus þegar birt er niðurstaða Stjórnar listamannalauna þ.e. hver skuli hljóta starfslaun listamanna það árið. Samsæriskenningar líta dagsins ljós bæði frá hendi listamanna og almennings og fjölmiðlar blanda sér í leikinn. Þessi mánaðarmót eru engin undantekning og má segja að Bylgjan hafi komið hreinni flóðbylgju af stað mánudaginn 1.mars í þættinum Í bítið með spjalli um listamannalaun. Þar skipuðu Heimir og Þráinn sér í hlutverk sækjenda og Sólveig tók að sér verjandahlutverk menningarinnar í landinu og síminn opinn fyrir almenning að leggja orð í belg. Að sjálfsöðu voru skiptar skoðanir á hlutunum sem verður alltaf á öllum hlutum, sérstaklega þegar ónógar forsendur liggja fyrir ákvarðanatöku. Ýmislegt fékk að fjúka í þessum fyrsta þætti Í bítið. Að launasjóður væri subbulegur speni, launasjóður blóðsugna sem ætti að leggja af, eða snobbatvinnuleysisbætur, sem sýnir einmitt hve lítt upplýst fólk er um efni þessara styrkja. Líkt og Njörður Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst benti á í þarfri grein sinni um ,,Listlaun og menningarstefnu" í Fréttablaðinu 4. mars, þá er heitið ,,listamannalaun" misvísandi heiti á þeim verkefnastyrkjum sem verið er að úthluta. Verkefnastyrkir sem styrkhafendur þurfa að gera grein fyrir hvernig voru notaðir, ekki ósvipað og þeir stofn- og verkefnastyrkir sem úthlutaðir eru árlega til fyrirtækja og félaga hjá Fjárlaganefnd. Eins var í þættinum uppi misskilningur á því hve margir væru á þessum ,,spena" og var tölunni 1.200-1.600 hent fram en það er einmitt fjöldi mánaða sem úthlutaðir voru. Viðbrögð við þættinum létu ekki á sér standa bæði hjá almenningi og listamönnum og skrifaði Sara Riel myndlistarkona þeim þáttastjórnendum bréf og tók upp hanskann fyrir sitt fólk. Þetta svar virðist hafa farið fyrir brjóstið á einum þáttastjórnandanum, af svari hans að dæma, en nálgast má bæði bréfin á heimaslóð Söru á Facebook. Daginn eftir hélt umræðan áfram Í bítið og var Þráinn Bertelsson rithöfundur og þingmaður fenginn til að koma og ræða um listamannalaunin. Hann var kannski ívið háfleygur fyrir hinn almenna hlutstanda en benti réttilega á að listamannalaunin eru ,,einhver besta fjárfestingin sem ríkið leggur út í" og því er ég innilega sammála. Hvers vegna er það góð fjárfesting? Fyrir því eru tvö megin rök. Í fyrsta lagi hafa verið gerðar kannanir á hinum Norðurlöndunum þar sem sannað þykir að það sé fjárhagslega hagkvæmt að setja pening í menningu og listir, því að fyrir hverja krónu sem sett er í menninguna koma TVÆR til baka. Þetta er í formi aukinna starfa, skatta, virðisaukaskatts og gjaldeyris sem kemur inn í landið. Þar sem þjóðfélagsuppbygging og virðisaukaskattur er viðlíka og hjá nágrönnum okkar tel ég að niðurstaða slíkra kannanna yrði hér mjög svipuð. Í öðru lagi þá gera listamannalaun það að verkum að listamenn geta sinnt því starfi sem þeir eru bestir í og hafa menntað sig til, í stað þess að vera í aukavinnu við skúringar, afgreiðslustörf, bankastörfum, kennslu o.s.frv. sem aðrir eru mun færari að sinna. Þannig losna hreinlega störf fyrir aðra, þar sem listamenn mega ekki þiggja laun á örðum stað meðan þeir gegna listamannalaunum. Í landi þar sem atvinnulausir eru 17.000 manns tel ég að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að hreinlega styrkja alla 3.000 listamenn í landinu (tala félagsmanna í BÍL - Bandalagi íslenskra listamanna) til að sinna sínum hugðarefnum og láta þannig atvinnulausum eftir þau störf sem þeir sinna sér til viðurværis nú. Þannig myndi atvinnulausum fækka niður í 15.000. Raunar myndi atvinnuleysið minnka enn meir ef marka má aðra könnum sem gerð var bæði í Finnlandi og Danmörku. Þar fundu menn út að fyrir hvern starfandi listamann í landinu í fullu starfi eru níu í vinnu beinlínis vegna hans starfa og við að þjónusta hann. Þarna erum við að tala um fjölmiðlafólk (fyrst skal frægan telja), vefforritara , starfsmenn listasafna, gallería, póshúsa, verslana sem selja efniviðinn, flugfélaga, samgöngufyrirtækja, prentsmiðja og svo mætti lengi telja. Mér reiknast til að við gætum einfaldlega útrýmt atvinnuleysi með því að setja alla listamenn landsins á ,,spenann" og skapað að auki 13.000 störf, því það er enginn endir á því hvað frjóum listamönnum dettur í hug að setja á laggirnar ef þeim er gefinn tími og ráðrúm til þess. Eini viðmælandinn Í bítið sem mér fannst hafa eitthvað til málanna að leggja var kvennmaður sem vildi láta tekjutengja listamannalaunin, hugmynd sem er alls ekki fráleit og hefur reyndar lengi verið við lýði hjá norðmönnum. Þannig tryggir ríkið starfandi listamönnum sem uppfyllt hafa vissann punktafjölda (sem byggist á blöndu af námi, sýningarfjölda og aldri) lágmarkslaun(n.minstelönn) þar sem listamaðurinn fær milligjöfina frá ríkinu hafi honum ekki tekist að selja listaverk sem nemur atvinnuleysisbótum þann mánuðinn. Fyrst rætt er um Noreg þá má geta þess að út var að koma svartaskýrsla þar í landi, sem lýsir bágri stöðu myndlistarmanna. Ég hef dvalið langdvölum í Noregi og hefur nú fundist sem þar drjúpi smjör af hverju strái og bíð því spennt að komast yfir eintak af þessari skýrslu. Ég vil að SÍM fái óháða aðila til að bera norsku skýrsluna saman við stöðu íslenskra myndlistarmanna og mætti segja mér að staðan væri svona líkt og hjá Oliver Twist fyrir og eftir ættleiðingu. Kannski væri auðveldasta lausnin á deilumálum um listamannalaun að þiggja boð norðmannsins sem vildi gera Ísland ríki í Noregi, ég tel allavega að þá væri okkur myndlistarmönnum borgið. Hrafnhildur Sigurðardóttir er myndlistarmaður, forstöðumaður og hugmyndasmiður Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd og frambjóðandi í formannskosningu SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna sem verða laugardaginn 6. mars.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar