Erlent

Flaug Boeing 737 próflaus í 13 ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn flaug Boeing 737 vélum á vegum flugfélaga víðs vegar í Evrópu. Það skal þó tekið fram að ekkert liggur fyrir um hvort SAS var eitt þeirra. Mynd/ AFP.
Maðurinn flaug Boeing 737 vélum á vegum flugfélaga víðs vegar í Evrópu. Það skal þó tekið fram að ekkert liggur fyrir um hvort SAS var eitt þeirra. Mynd/ AFP.
Svíi á fimmtugsaldri var handtekinn á þriðjudaginn þegar að upp komst að hann hafði flogið Boeing 737 flugvélum á fölsku flugskirteini í þrettán ár.

Danska blaðið Jyllands Posten segir að maðurinn hafi flogið farþegaþotunum á öllum helstu flugleiðum í Evrópu. Hann hefur flogið fyrir belgísk, bresk og ítölsk flugfélög og er með meira en 10 þúsund flugtíma að baki. Hann var handtekinn á Schiphol flugvelli í Amsterdam á þriðjudaginn þegar að hann var á leið í flug til Ankara í Tyrklandi.

Maðurinn viðurkenndi brot sín strax og sagði að það væri léttir fyrir sig að vera gómaður eftir öll þessi ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×