Er þetta innan úr Örkinni hans Nóa? Óli Tynes skrifar 28. apríl 2010 13:15 Leiðangursmenn segja þessa mynd tekna inni í Örkinni. Fornleifafræðingar í leiðangri evangelista frá Kína og Tyrklandi telja sig hafa fundið flakið af Örkinni hans Nóa í tólfþúsund feta hæð á fjallinu Ararat. Ararat er í Tyrklandi og þar segir sagan að Örkin hafi strandað þegar syndaflóðið sjatnaði. Leiðangursmenn segja að Örkin sé ótrúlega heilleg og þeir hafi komist inn í hana. Hún sé hólfuð niður og í nokkrum hólfum hafi þeir fundið leifar af köðlum sem þeir telja að hafi verið notaðir til þess að tjóðra dýrin. Aldurinn sagður passa Leiðangursmenn segja að trésýni og kaðlarnir hafi verið aldursgreindir. Þeir hafi reynst vera um 4.800 ára gamlir. Það stemmir við þann tíma sem sagan segir að syndaflóðið hafi átt sér stað. Leiðangursmenn hafa verið spurðir að því hvort þeir hafi ekki getað rambað á forna byggð á fjallinu. Þeir telja það af og frá þar sem aldrei hafi fundist slík byggðarlög í svona mikilli hæð. Þessi leiðangur er sá fyrsti sem hefur notið leyfis og stuðnings tyrkneskra stjórnvalda við leit að Örkinni en margir óopinberir leiðangrar hafa gengið á Ararat undanfarna áratugi. Á Heimsminjaskrá UNESCO Á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um fundinn voru tyrkneskir embættismenn viðstaddir. Leiðangursmenn vilja ekki gefa upp nákvæma staðsetningu fyrr en tyrknesk yfirvöld hafa lýst staðinn þjóðminjasvæði til þess vernda hann. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu munu senda tyrkneskum yfirvöldum í Ankara erindi þar sem farið er framá að þau biðji um að staðurinn verði tekinn á Heimsminjaskrá UNESCO. Það er fyrsta skrefið í umfangsmiklum uppgreftri alþjóðlegrar sveitar fornleifafræðinga. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fornleifafræðingar í leiðangri evangelista frá Kína og Tyrklandi telja sig hafa fundið flakið af Örkinni hans Nóa í tólfþúsund feta hæð á fjallinu Ararat. Ararat er í Tyrklandi og þar segir sagan að Örkin hafi strandað þegar syndaflóðið sjatnaði. Leiðangursmenn segja að Örkin sé ótrúlega heilleg og þeir hafi komist inn í hana. Hún sé hólfuð niður og í nokkrum hólfum hafi þeir fundið leifar af köðlum sem þeir telja að hafi verið notaðir til þess að tjóðra dýrin. Aldurinn sagður passa Leiðangursmenn segja að trésýni og kaðlarnir hafi verið aldursgreindir. Þeir hafi reynst vera um 4.800 ára gamlir. Það stemmir við þann tíma sem sagan segir að syndaflóðið hafi átt sér stað. Leiðangursmenn hafa verið spurðir að því hvort þeir hafi ekki getað rambað á forna byggð á fjallinu. Þeir telja það af og frá þar sem aldrei hafi fundist slík byggðarlög í svona mikilli hæð. Þessi leiðangur er sá fyrsti sem hefur notið leyfis og stuðnings tyrkneskra stjórnvalda við leit að Örkinni en margir óopinberir leiðangrar hafa gengið á Ararat undanfarna áratugi. Á Heimsminjaskrá UNESCO Á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um fundinn voru tyrkneskir embættismenn viðstaddir. Leiðangursmenn vilja ekki gefa upp nákvæma staðsetningu fyrr en tyrknesk yfirvöld hafa lýst staðinn þjóðminjasvæði til þess vernda hann. Sveitarstjórnarmenn á svæðinu munu senda tyrkneskum yfirvöldum í Ankara erindi þar sem farið er framá að þau biðji um að staðurinn verði tekinn á Heimsminjaskrá UNESCO. Það er fyrsta skrefið í umfangsmiklum uppgreftri alþjóðlegrar sveitar fornleifafræðinga.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira