Erlent

Þingmaður tók sér barnabrúður

Óli Tynes skrifar
Brúðguminn.
Brúðguminn.

Mannréttindasamtök í Nígeríu hafa mótmælt því að fimmtugur þingmaður þar í landi hefur kvænst þrettán ára gamalli egypskri telpu.

Brúðkaupið fór fram í höfuðmosku landsins fyrir einhverjum vikum.

Þingkonur á nígeríska þinginu ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að hann verði víttur.

Ahmad Sani Yerima er með þekktari þingmönnum landsins. Hann var héraðsstjóri í Zamfara þegar sharíalög múslima voru tekin þar upp árið 1999.

Zamfara var fyrsta hérað Nígeríu til að taka upp þessi lög. Nígerískir fjölmiðlar segja að Yerima hafi áður kvænst 15 ára gamalli telpu árið 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×