Áætlun um ferðamennsku á hálendinu Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. september 2010 06:00 Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar