Hráir, kraftmiklir og súrir 9. september 2010 07:30 Rokkararnir í Grinderman senda í næstu viku frá sér sína aðra plötu. Önnur plata hljómsveitarinnar Grinderman, sem nefnist einfaldlega Grinderman 2, kemur út á þriðjudaginn. Fyrsta plata sveitarinnar kom út fyrir þremur árum og hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda, enda hafði hún að geyma hrá og kröftug rokklög á borð við Get It On og No Pussy Blues þar sem kynferðislegur undirtónninn var aldrei langt undan. Grinderman er skipuð fjórum meðlimum úr sjö manna bandinu Nick Cave And The Bad Seeds, eða þeim Warren Ellis, Martyn Casey, Jim Sclavunos og að sjálfsögðu forsprakkanum Nick Cave. Hljómsveitin varð til árið 2005 eftir langa tónleikaferð The Bad Seeds til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Cave byrjaði að semja lög á gítar, sem hann hafði fram að því vanrækt við lagasmíðar sínar. Spilamennskan var hrá og áhugaverð og í framhaldinu fóru Cave og hinir þrír í hljóðver og tóku upp frumburðinn Grinderman. Hljómsveitin fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð en tók sér hlé þegar upptökur og ferðalög í kringum fjórtándu hljóðsvers-plötu The Bad Seeds, Dig, Lazarus, Dig!!!, fóru af stað. Eftir að túrnum í kringum hana lauk haustið 2008 hófust upptökur á næstu Grinderman-plötu og þeim lauk í ágúst í fyrra. Upptökustjóri var hinn sami og á þeirri fyrstu, Nick Launay, góður vinur þeirra félaga. Þar er krafturinn enn til staðar eins og heyra má á fyrsta smáskífulaginu Heathen Child. Gallsúrt og flippað myndbandið við lagið er einnig skemmtilega hallærislegt. „Þegar við gerðum báðar plöturnar settumst við niður í fimm daga og byrjuðum að spila saman án þess að vera með margar fastmótaðar hugmyndir,“ segir fiðlu- og gítarleikarinn Warren Ellis, í viðtali við áströlsku síðuna The Vine. „Á fyrstu plötunni vorum við að reyna að finna rétta hljóminn fyrir bandið. Við höfum spilað lengi saman í Bad Seeds og gert ýmsa hluti saman en okkur langaði að athuga hvað við kæmumst upp með mikið, bara við fjórir. Við notuðum sömu aðferðina á annarri plötunni. Við tókum bara upp stanslaust í fimm daga en reyndum síðan að finna hugmyndir sem okkur fannst ferskar.“ Hann bætir við að efnið sem hafi litið dagsins ljós hafi sumt verið fínt en annað hreint út sagt skelfilegt. „Þessi aðferð hentar okkur mjög vel. Það er gaman að hafa ekki úr neinu að moða og reyna síðan að búa til eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Önnur plata hljómsveitarinnar Grinderman, sem nefnist einfaldlega Grinderman 2, kemur út á þriðjudaginn. Fyrsta plata sveitarinnar kom út fyrir þremur árum og hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda, enda hafði hún að geyma hrá og kröftug rokklög á borð við Get It On og No Pussy Blues þar sem kynferðislegur undirtónninn var aldrei langt undan. Grinderman er skipuð fjórum meðlimum úr sjö manna bandinu Nick Cave And The Bad Seeds, eða þeim Warren Ellis, Martyn Casey, Jim Sclavunos og að sjálfsögðu forsprakkanum Nick Cave. Hljómsveitin varð til árið 2005 eftir langa tónleikaferð The Bad Seeds til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Cave byrjaði að semja lög á gítar, sem hann hafði fram að því vanrækt við lagasmíðar sínar. Spilamennskan var hrá og áhugaverð og í framhaldinu fóru Cave og hinir þrír í hljóðver og tóku upp frumburðinn Grinderman. Hljómsveitin fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð en tók sér hlé þegar upptökur og ferðalög í kringum fjórtándu hljóðsvers-plötu The Bad Seeds, Dig, Lazarus, Dig!!!, fóru af stað. Eftir að túrnum í kringum hana lauk haustið 2008 hófust upptökur á næstu Grinderman-plötu og þeim lauk í ágúst í fyrra. Upptökustjóri var hinn sami og á þeirri fyrstu, Nick Launay, góður vinur þeirra félaga. Þar er krafturinn enn til staðar eins og heyra má á fyrsta smáskífulaginu Heathen Child. Gallsúrt og flippað myndbandið við lagið er einnig skemmtilega hallærislegt. „Þegar við gerðum báðar plöturnar settumst við niður í fimm daga og byrjuðum að spila saman án þess að vera með margar fastmótaðar hugmyndir,“ segir fiðlu- og gítarleikarinn Warren Ellis, í viðtali við áströlsku síðuna The Vine. „Á fyrstu plötunni vorum við að reyna að finna rétta hljóminn fyrir bandið. Við höfum spilað lengi saman í Bad Seeds og gert ýmsa hluti saman en okkur langaði að athuga hvað við kæmumst upp með mikið, bara við fjórir. Við notuðum sömu aðferðina á annarri plötunni. Við tókum bara upp stanslaust í fimm daga en reyndum síðan að finna hugmyndir sem okkur fannst ferskar.“ Hann bætir við að efnið sem hafi litið dagsins ljós hafi sumt verið fínt en annað hreint út sagt skelfilegt. „Þessi aðferð hentar okkur mjög vel. Það er gaman að hafa ekki úr neinu að moða og reyna síðan að búa til eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira