Hráir, kraftmiklir og súrir 9. september 2010 07:30 Rokkararnir í Grinderman senda í næstu viku frá sér sína aðra plötu. Önnur plata hljómsveitarinnar Grinderman, sem nefnist einfaldlega Grinderman 2, kemur út á þriðjudaginn. Fyrsta plata sveitarinnar kom út fyrir þremur árum og hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda, enda hafði hún að geyma hrá og kröftug rokklög á borð við Get It On og No Pussy Blues þar sem kynferðislegur undirtónninn var aldrei langt undan. Grinderman er skipuð fjórum meðlimum úr sjö manna bandinu Nick Cave And The Bad Seeds, eða þeim Warren Ellis, Martyn Casey, Jim Sclavunos og að sjálfsögðu forsprakkanum Nick Cave. Hljómsveitin varð til árið 2005 eftir langa tónleikaferð The Bad Seeds til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Cave byrjaði að semja lög á gítar, sem hann hafði fram að því vanrækt við lagasmíðar sínar. Spilamennskan var hrá og áhugaverð og í framhaldinu fóru Cave og hinir þrír í hljóðver og tóku upp frumburðinn Grinderman. Hljómsveitin fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð en tók sér hlé þegar upptökur og ferðalög í kringum fjórtándu hljóðsvers-plötu The Bad Seeds, Dig, Lazarus, Dig!!!, fóru af stað. Eftir að túrnum í kringum hana lauk haustið 2008 hófust upptökur á næstu Grinderman-plötu og þeim lauk í ágúst í fyrra. Upptökustjóri var hinn sami og á þeirri fyrstu, Nick Launay, góður vinur þeirra félaga. Þar er krafturinn enn til staðar eins og heyra má á fyrsta smáskífulaginu Heathen Child. Gallsúrt og flippað myndbandið við lagið er einnig skemmtilega hallærislegt. „Þegar við gerðum báðar plöturnar settumst við niður í fimm daga og byrjuðum að spila saman án þess að vera með margar fastmótaðar hugmyndir,“ segir fiðlu- og gítarleikarinn Warren Ellis, í viðtali við áströlsku síðuna The Vine. „Á fyrstu plötunni vorum við að reyna að finna rétta hljóminn fyrir bandið. Við höfum spilað lengi saman í Bad Seeds og gert ýmsa hluti saman en okkur langaði að athuga hvað við kæmumst upp með mikið, bara við fjórir. Við notuðum sömu aðferðina á annarri plötunni. Við tókum bara upp stanslaust í fimm daga en reyndum síðan að finna hugmyndir sem okkur fannst ferskar.“ Hann bætir við að efnið sem hafi litið dagsins ljós hafi sumt verið fínt en annað hreint út sagt skelfilegt. „Þessi aðferð hentar okkur mjög vel. Það er gaman að hafa ekki úr neinu að moða og reyna síðan að búa til eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
Önnur plata hljómsveitarinnar Grinderman, sem nefnist einfaldlega Grinderman 2, kemur út á þriðjudaginn. Fyrsta plata sveitarinnar kom út fyrir þremur árum og hlaut fínar viðtökur gagnrýnenda, enda hafði hún að geyma hrá og kröftug rokklög á borð við Get It On og No Pussy Blues þar sem kynferðislegur undirtónninn var aldrei langt undan. Grinderman er skipuð fjórum meðlimum úr sjö manna bandinu Nick Cave And The Bad Seeds, eða þeim Warren Ellis, Martyn Casey, Jim Sclavunos og að sjálfsögðu forsprakkanum Nick Cave. Hljómsveitin varð til árið 2005 eftir langa tónleikaferð The Bad Seeds til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Cave byrjaði að semja lög á gítar, sem hann hafði fram að því vanrækt við lagasmíðar sínar. Spilamennskan var hrá og áhugaverð og í framhaldinu fóru Cave og hinir þrír í hljóðver og tóku upp frumburðinn Grinderman. Hljómsveitin fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð en tók sér hlé þegar upptökur og ferðalög í kringum fjórtándu hljóðsvers-plötu The Bad Seeds, Dig, Lazarus, Dig!!!, fóru af stað. Eftir að túrnum í kringum hana lauk haustið 2008 hófust upptökur á næstu Grinderman-plötu og þeim lauk í ágúst í fyrra. Upptökustjóri var hinn sami og á þeirri fyrstu, Nick Launay, góður vinur þeirra félaga. Þar er krafturinn enn til staðar eins og heyra má á fyrsta smáskífulaginu Heathen Child. Gallsúrt og flippað myndbandið við lagið er einnig skemmtilega hallærislegt. „Þegar við gerðum báðar plöturnar settumst við niður í fimm daga og byrjuðum að spila saman án þess að vera með margar fastmótaðar hugmyndir,“ segir fiðlu- og gítarleikarinn Warren Ellis, í viðtali við áströlsku síðuna The Vine. „Á fyrstu plötunni vorum við að reyna að finna rétta hljóminn fyrir bandið. Við höfum spilað lengi saman í Bad Seeds og gert ýmsa hluti saman en okkur langaði að athuga hvað við kæmumst upp með mikið, bara við fjórir. Við notuðum sömu aðferðina á annarri plötunni. Við tókum bara upp stanslaust í fimm daga en reyndum síðan að finna hugmyndir sem okkur fannst ferskar.“ Hann bætir við að efnið sem hafi litið dagsins ljós hafi sumt verið fínt en annað hreint út sagt skelfilegt. „Þessi aðferð hentar okkur mjög vel. Það er gaman að hafa ekki úr neinu að moða og reyna síðan að búa til eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning