Lífið

Miley: Ég er engin glyðra

Miley Cyrus sendir frá sér plötu á árinu, en hún hefur kynnt hana með því að koma fram á afar ögrandi hátt.
Miley Cyrus sendir frá sér plötu á árinu, en hún hefur kynnt hana með því að koma fram á afar ögrandi hátt.

Táningsstjarnan Miley Cyrus hefur hneykslað marga með klæðaburði sínum á sviði undanfarið, en hann þykir afar ögrandi. Þá hefur farið fyrir brjóstið á mörgum þegar hún rekur kvenkyns dansara rembingskoss á munninn á sviði.

„Ég er ekki að reyna að vera glyðruleg," segir Cyrus í nýju viðtali. „Ég fer ekki á skemmtistaði til að ná mér í fullt af gaurum."

Miley kemst reyndar ekki enn þá inn á skemmtistaði þar sem hún er aðeins 17 ára gömul. Hún segist vilja að klæðaburðurinn á sviði rími við nýju plötuna hennar sem kemur út í júní. Platan heitir Can't Be Tamed eða Ótemja. „Mér líður vel í líkamanum og ég eyði mikilli orku í að vera í góðu formi svo ég geti klætt mig þannig að mér líði vel. Mér líður betur þegar ég er fáklædd, þannig hef ég alltaf verið. Nú hef ég meira frelsi en áður enda klæddi ég mig ekki svona fyrir fimm árum."

Cyrus segist aðeins vera að reyna að selja plötur, en þvertekur fyrir að klæðaburðurinn einn eigi að sjá um það. „Ég vil að fólk kaupi plötuna mína vegna tónlistarinnar," segir hún.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.