Ein níðlaus vika? Svavar Gestsson skrifar 18. júní 2010 06:00 Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun