Enski boltinn

Zola neitar að gefast upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn ítalski stjóri West Ham, Gianfranco Zola, er ekki á þeim buxunum að gefast upp hjá félaginu þó svo staða liðsins sé erfið, innan sem utan vallar.

Zola gagnrýndi eigendur félagsins í gær fyrir að segja blaðamönnum frá því að þeir ætluðu að biðja alla starfsmenn félagsins um að taka á sig launalækkun.

Í kjölfarið fóru blöðin að tala um að tími Zola væri á enda og Mark Hughes myndi taka við liðinu.´

Zola segist þó ekki vera á förum.

„Ég er sá sem ég er og trúi á það sem ég geri. Ég hef enn trú á því að þetta lið geti náð árangri," sagði Zola.

„Ég er of tengdur leikmönnunum sem og stuðningsmönnunum. Ég er ekki maður sem gengur frá hálfkláruðu verki."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×