Marklaus mótmæli Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur skrifar 13. ágúst 2010 00:01 Í liðnum mánuði kom Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti, fram með nokkrar góðar ábendingar um afstöðu Evrópuréttar til fjárfestingar aðila utan ESB/EES í orkufyrirtækjum aðildarríkja. Í færslu á bloggi sínu (www.elvira.blog.is) hinn 29. júlí sl. segir hún að aðildarríki ESB/EES geti mótað stefnu sína varðandi rétt erlendra aðila, utan ESB/EES, til þess að fjárfesta í orkufyrirtækjum þeirra. Vakna þá spurningar um réttmæti þess að Magma Energy, sem „skúffufyrirtæki“ í Svíþjóð, eignist meirihluta í fyrirtæki á Íslandi sem stundar annars vegar vinnslu og hins vegar sölu á raforku. Í samræmi við ákvæði EES-samningsins, sem Ísland er aðili að, og samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, er ekki unnt að meina lögaðilum, sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki EES-samningsins, að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita eða að eiga fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu. Skilyrði um heimilisfesti helgast iðulega af skattalegum og réttarfarsástæðum og því verður ekki séð að það skipti höfuðmáli hvort um svokallað „skúffufyrirtæki“ er að ræða eða ekki eða hvort „raunveruleg“ starfsemi fari fram í því aðildarríki þar sem heimilisfesti er skráð, sbr. orðalag í kvöldfréttum RÚV 29. júlí sl. Var í sömu fréttum vísað til almannahagsmuna, umhverfis- og auðlindasjónarmiða um meiri möguleika fyrir aðildarríki til þess að taka þetta meira „varlega“. Magma hefur ekki eignast neinar náttúruauðlindir á Íslandi, HS orka er í starfsemi sinni bundið af tilskildum leyfum, eins og önnur orkufyrirtæki á Íslandi, og háð eftirliti opinberra stofnana. Ég get því ekki séð að fyrrgreind sjónarmið réttlæti að hróflað verði við kaupum sem þegar hafa gengið í gegn og eftir að lögbundinn frestur efnahags- og viðskiptaráðherra til þess að stöðva fjárfestinguna er útrunninn.Fjárfesting erlendra aðila í orkufyrirtækjum á ÍslandiÞá hefur borið við að menn séu yfir höfuð mótfallnir fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrir-tækjum.Á Íslandi hefur þegar verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins 2003/54/EB um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 96/92/EB. Hafa þær tilskipanir báðar verið innleiddar, í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar, með íslensku raforkulögunum. Samkvæmt því regluverki eru raforkuvinnsla og raforkusala, þ.e. sú starfsemi sem HS orka stundar, á almennum samkeppnismarkaði. Eins og að framan greinir er ekki hægt að meina lögaðilum, sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki EES-samningsins, að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita eða að eiga fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu.Menn geta að sjálfsögðu verið ósammála þessari löggjöf og viljað víkja frá henni. Þingmenn Vinstri grænna virðast t.d. almennt mótfallnir fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum, óháð því hvaðan þeir koma. Vekur það áleitnar spurningar í ljósi þess að flestir þeirra greiddu atkvæði með því að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og sitja í ríkisstjórn með flokki sem hefur það helst að markmiði að ganga í Evrópusambandið. Vilji þingmenn Vinstri grænna víkja frá regluverki Evrópusambandsins ættu þeir að svara því til á hvaða grundvelli þeir sitja með Samfylkingunni í ríkis-stjórn og hvaða tilgangi atkvæði þeirra um aðildarumsókn þjónuðu.Í fyrrnefndri bloggfærslu Elviru segir eitthvað á þá leið að stefna Evrópusambandsins í orkumálum heimili undanþágur í þeim tilvikum þegar um einangraða markaði er að ræða, þar sem fyrirtæki séu tengd færri en 100.000 notendum, eins og tilfellið sé á Íslandi. Ísland geti því vikið frá megin fyrirkomulaginu en hafi valið að gera það ekki. Ekki er ljóst hvort Elvira eigi þarna við undanþágur varðandi fjárfestingu „skúffufyrirtækja“ eða fjárfestingu almennt innan EES/ESB. Sú undanþága sem vísað er til á hins vegar aðeins við um fyrirtæki er stunda dreifingu á raforku, sbr. 15. gr. tilskipunar 2003/54/EB, en HS orka stundar vinnslu og sölu raforku.Fjárfesting einkaaðila í orkufyrirtækjum á ÍslandiÞess viðhorfs hefur einnig gætt að eignarhald orkufyrirtækja eigi að vera á höndum ríkisins en ekki einkaaðila.Samkvæmt íslenskum raforkulögum þarf virkjunarleyfi til þess að reisa og reka raforkuver með uppsettu afli 1 MW eða meira og fyrir öll raforkuver sem tengjast dreifikerfi dreifiveitna eða flutningskerfi. Það er því svo að jafnvel landeigendur sem eiga auðlindir á landi sínu njóta aðeins takmarkaðs eignarréttar og þurfa, rétt eins og aðrir, að sækja um leyfi til raforkuvinnslu í samræmi við framangreindar viðmiðanir. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til þess að fá leyfi fyrir raforkuvinnslu, leyfi geta verið skilyrt og leyfishafar sæta víðtæku opinberu eftirliti af hálfu heilbrigðiseftirlits, Samkeppniseftirlitsins og Orkustofnunar. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort um erlendan eða íslenskan aðila er að ræða, allir eru undir einum hatti. Ekkert stendur því í vegi, samkvæmt núgildandi regluverki, að sjálfbær nýting sé höfð að leiðarljósi við leyfisveitingar og eftirlit. Það er meðal markmiða raforkulaganna að efla atvinnulíf í landinu, tryggja öryggi raforkukerfisins og hagsmuni neytenda, stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka tillit til umhverfissjónarmiða að öðru leyti. Núgildandi löggjöf gerir því ráð fyrir að þessa hluti megi tryggja með leyfisveitingarferli og eftirliti en að ekki þurfi að seilast inn í stjórn fyrirtækja og gera þau að einhvers konar samfélagseign.Sé eignarhald orkufyrirtækja á höndum ríkis og sveitarfélaga má auðveldlega draga hlutleysi og gagnsæi við leyfisveitingar í efa. Ekki getur það verið til fyrirmyndar að sama sveitarfélag eigi stóran hlut í orkufyrirtæki og gefi út framkvæmdarleyfi til þess sama fyrirtækis vegna virkjunarframkvæmda. Hvað þá að ríkið hafi á höndum stjórn orkufyrirtækis, sjái um mat á umhverfisáhrifum og útgáfu virkjunarleyfa. Ekki færi mikið fyrir aðhaldi samkvæmt því fyrirkomulagi. Þingmönnum Vinstri grænna finnst það kannski allt í lagi svo framarlega sem þeir eru í ríkisstjórn en hvað gera bændur þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst næst í ríkisstjórn? Hver segir enda að örfáir stjórnmálamenn séu betur til þess fallnir að fara með stjórn orkufyrirtækja heldur en hverjir aðrir?Hver er óttinn?Eins og fram hefur komið er HS orka, óháð eigendum fyrirtækisins, bundið í starfsemi sinni af íslenskum lögum og regluverki Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækið kemur ekki til með að geta nýtt auðlindir landsins með öðrum hætti en önnur orkufyrirtæki á Íslandi. Þá eru orkuviðskipti eftir sem áður á samkeppnismarkaði og getur íbúi í Vesturbænum keypt orku af Fallorku fyrir norðan alveg eins og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sunnan. Mér er því spurn, hvað er það sem menn óttast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði kom Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti, fram með nokkrar góðar ábendingar um afstöðu Evrópuréttar til fjárfestingar aðila utan ESB/EES í orkufyrirtækjum aðildarríkja. Í færslu á bloggi sínu (www.elvira.blog.is) hinn 29. júlí sl. segir hún að aðildarríki ESB/EES geti mótað stefnu sína varðandi rétt erlendra aðila, utan ESB/EES, til þess að fjárfesta í orkufyrirtækjum þeirra. Vakna þá spurningar um réttmæti þess að Magma Energy, sem „skúffufyrirtæki“ í Svíþjóð, eignist meirihluta í fyrirtæki á Íslandi sem stundar annars vegar vinnslu og hins vegar sölu á raforku. Í samræmi við ákvæði EES-samningsins, sem Ísland er aðili að, og samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, er ekki unnt að meina lögaðilum, sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki EES-samningsins, að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita eða að eiga fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu. Skilyrði um heimilisfesti helgast iðulega af skattalegum og réttarfarsástæðum og því verður ekki séð að það skipti höfuðmáli hvort um svokallað „skúffufyrirtæki“ er að ræða eða ekki eða hvort „raunveruleg“ starfsemi fari fram í því aðildarríki þar sem heimilisfesti er skráð, sbr. orðalag í kvöldfréttum RÚV 29. júlí sl. Var í sömu fréttum vísað til almannahagsmuna, umhverfis- og auðlindasjónarmiða um meiri möguleika fyrir aðildarríki til þess að taka þetta meira „varlega“. Magma hefur ekki eignast neinar náttúruauðlindir á Íslandi, HS orka er í starfsemi sinni bundið af tilskildum leyfum, eins og önnur orkufyrirtæki á Íslandi, og háð eftirliti opinberra stofnana. Ég get því ekki séð að fyrrgreind sjónarmið réttlæti að hróflað verði við kaupum sem þegar hafa gengið í gegn og eftir að lögbundinn frestur efnahags- og viðskiptaráðherra til þess að stöðva fjárfestinguna er útrunninn.Fjárfesting erlendra aðila í orkufyrirtækjum á ÍslandiÞá hefur borið við að menn séu yfir höfuð mótfallnir fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrir-tækjum.Á Íslandi hefur þegar verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins 2003/54/EB um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 96/92/EB. Hafa þær tilskipanir báðar verið innleiddar, í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar, með íslensku raforkulögunum. Samkvæmt því regluverki eru raforkuvinnsla og raforkusala, þ.e. sú starfsemi sem HS orka stundar, á almennum samkeppnismarkaði. Eins og að framan greinir er ekki hægt að meina lögaðilum, sem heimilisfastir eru í öðru aðildarríki EES-samningsins, að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita eða að eiga fyrirtæki sem stunda orkuvinnslu og orkudreifingu.Menn geta að sjálfsögðu verið ósammála þessari löggjöf og viljað víkja frá henni. Þingmenn Vinstri grænna virðast t.d. almennt mótfallnir fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum, óháð því hvaðan þeir koma. Vekur það áleitnar spurningar í ljósi þess að flestir þeirra greiddu atkvæði með því að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og sitja í ríkisstjórn með flokki sem hefur það helst að markmiði að ganga í Evrópusambandið. Vilji þingmenn Vinstri grænna víkja frá regluverki Evrópusambandsins ættu þeir að svara því til á hvaða grundvelli þeir sitja með Samfylkingunni í ríkis-stjórn og hvaða tilgangi atkvæði þeirra um aðildarumsókn þjónuðu.Í fyrrnefndri bloggfærslu Elviru segir eitthvað á þá leið að stefna Evrópusambandsins í orkumálum heimili undanþágur í þeim tilvikum þegar um einangraða markaði er að ræða, þar sem fyrirtæki séu tengd færri en 100.000 notendum, eins og tilfellið sé á Íslandi. Ísland geti því vikið frá megin fyrirkomulaginu en hafi valið að gera það ekki. Ekki er ljóst hvort Elvira eigi þarna við undanþágur varðandi fjárfestingu „skúffufyrirtækja“ eða fjárfestingu almennt innan EES/ESB. Sú undanþága sem vísað er til á hins vegar aðeins við um fyrirtæki er stunda dreifingu á raforku, sbr. 15. gr. tilskipunar 2003/54/EB, en HS orka stundar vinnslu og sölu raforku.Fjárfesting einkaaðila í orkufyrirtækjum á ÍslandiÞess viðhorfs hefur einnig gætt að eignarhald orkufyrirtækja eigi að vera á höndum ríkisins en ekki einkaaðila.Samkvæmt íslenskum raforkulögum þarf virkjunarleyfi til þess að reisa og reka raforkuver með uppsettu afli 1 MW eða meira og fyrir öll raforkuver sem tengjast dreifikerfi dreifiveitna eða flutningskerfi. Það er því svo að jafnvel landeigendur sem eiga auðlindir á landi sínu njóta aðeins takmarkaðs eignarréttar og þurfa, rétt eins og aðrir, að sækja um leyfi til raforkuvinnslu í samræmi við framangreindar viðmiðanir. Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til þess að fá leyfi fyrir raforkuvinnslu, leyfi geta verið skilyrt og leyfishafar sæta víðtæku opinberu eftirliti af hálfu heilbrigðiseftirlits, Samkeppniseftirlitsins og Orkustofnunar. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort um erlendan eða íslenskan aðila er að ræða, allir eru undir einum hatti. Ekkert stendur því í vegi, samkvæmt núgildandi regluverki, að sjálfbær nýting sé höfð að leiðarljósi við leyfisveitingar og eftirlit. Það er meðal markmiða raforkulaganna að efla atvinnulíf í landinu, tryggja öryggi raforkukerfisins og hagsmuni neytenda, stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og taka tillit til umhverfissjónarmiða að öðru leyti. Núgildandi löggjöf gerir því ráð fyrir að þessa hluti megi tryggja með leyfisveitingarferli og eftirliti en að ekki þurfi að seilast inn í stjórn fyrirtækja og gera þau að einhvers konar samfélagseign.Sé eignarhald orkufyrirtækja á höndum ríkis og sveitarfélaga má auðveldlega draga hlutleysi og gagnsæi við leyfisveitingar í efa. Ekki getur það verið til fyrirmyndar að sama sveitarfélag eigi stóran hlut í orkufyrirtæki og gefi út framkvæmdarleyfi til þess sama fyrirtækis vegna virkjunarframkvæmda. Hvað þá að ríkið hafi á höndum stjórn orkufyrirtækis, sjái um mat á umhverfisáhrifum og útgáfu virkjunarleyfa. Ekki færi mikið fyrir aðhaldi samkvæmt því fyrirkomulagi. Þingmönnum Vinstri grænna finnst það kannski allt í lagi svo framarlega sem þeir eru í ríkisstjórn en hvað gera bændur þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst næst í ríkisstjórn? Hver segir enda að örfáir stjórnmálamenn séu betur til þess fallnir að fara með stjórn orkufyrirtækja heldur en hverjir aðrir?Hver er óttinn?Eins og fram hefur komið er HS orka, óháð eigendum fyrirtækisins, bundið í starfsemi sinni af íslenskum lögum og regluverki Evrópska efnahagssvæðisins. Fyrirtækið kemur ekki til með að geta nýtt auðlindir landsins með öðrum hætti en önnur orkufyrirtæki á Íslandi. Þá eru orkuviðskipti eftir sem áður á samkeppnismarkaði og getur íbúi í Vesturbænum keypt orku af Fallorku fyrir norðan alveg eins og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir sunnan. Mér er því spurn, hvað er það sem menn óttast?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun