Auðlindir og fjárfestingar 30. júlí 2010 06:00 Hvers vegna eru ekki betri þröskuldar til fyrirstöðu gegn fjárfestingum erlendra aðila í auðlindum okkar Íslendinga en raun ber vitni? Varðandi síðustu fjárfestingar erlends aðila í orkugeiranum, sem stofnaði einfaldlega „skúffufyrirtæki" í einu af EES-löndunum til að geta fjárfest á Íslandi í arðvænlegu orkufyrirtæki, en lög mæla svo fyrir að erlendir aðilar utan EES megi ekki fjárfesta í auðlindum Íslands eða neinu EES-landanna nema þeir eigi fyrirtæki á EES. Stofnendur skúffufyrirtækisins hvorki hafa né munu hafa nokkurn rekstur í því landi sem skúffan er stofnuð í, þetta erlenda fyrirtæki greiðir einungis þóknun til einhverrar lögfræðistofu í viðkomandi skúffulandi til að sjá um skúffuna fyrir sig. Ég dreg einnig stórlega í efa að eigendur og stjórnendur hafi komið til skúffulandsins sjálfir. Hefði þá ekki verið gáfulegt um leið og EES-samningurinn var gerður á sínum tíma, að setja einfaldan þröskuld með t.d. eftirfarandi texta: „Þeir erlendu aðilar sem ætla að fjárfesta í íslenskum auðlindum, þurfa að hafa rekið fyrirtæki á EES í minnst 5 ár í því landi sem þeir eru lögaðilar í og þá hafa þeir einungis heimild til að fjárfesta ¼ í viðkomandi auðlindarfyrirtæki, svo sem orkuveitum, sjávarútvegsfyritækjum og landbúnaði. Ekki er leyfilegt að kaupa upp fyrirtæki til að öðlast þennan fárfestingarétt í auðlindum EES-landanna. Viðkomandi fjárfestir skal hafa rekið fyrirtækið í eigin nafni framangreind 5 ár. Viðkomandi fyrirtæki þess sem ætlar að fjárfesta í ofangreindum auðlindum, skal ekki vera að neinu leyti í eigu erlendra aðila." Varðandi ofangreint nýlegt dæmi um fjárfestingu erlends aðila í orkugeiranum læðist að mér sá grunur að innan ekki langs tíma muni Kínverjar eignast þennan hlut, og hvers vegna? Jú, hagstæð sala vegna stórhækkaðs gengis á fyrirtækinu. Það skyldi þó ekki hafa verið tilgangurinn frá upphafi að braska með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar? Hvers vegna eru ekki nú þegar til staðar þröskuldar sem stöðva alla bakdyraeignamyndun erlendra aðila eins og til dæmis síðustu gjörningarnir í þeim efnum þar sem kínversk efnafjölskylda kemst upp með að eignast 43% eignarhluta í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki? Að lokum: Er kannski svo komið að EES-samningurinn, og sá 63% reglugerðarhluti ESB sem þegar er búið að innleiða í íslenskt þjóðfélag, sé að koma illilega í bakið á okkur þar sem báðir þessir aðilar virðast vera hafnir yfir allt sem íslenskt er, þannig að við Íslendingar stöndum bara berskjaldaðir gagnvart því að geta varið okkar auðlindir sem gera okkur það mögulegt að búa hér frjáls í þessu landi okkar. Einnig má segja að viss vá sé fyrir dyrum gagnvart lýðræðinu í landinu þegar umræðan er komin á það stig að menn eru farnir að tala um nauðsyn þess að breyta íslensku stjórnarskránni til að samræma hana EES og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna eru ekki betri þröskuldar til fyrirstöðu gegn fjárfestingum erlendra aðila í auðlindum okkar Íslendinga en raun ber vitni? Varðandi síðustu fjárfestingar erlends aðila í orkugeiranum, sem stofnaði einfaldlega „skúffufyrirtæki" í einu af EES-löndunum til að geta fjárfest á Íslandi í arðvænlegu orkufyrirtæki, en lög mæla svo fyrir að erlendir aðilar utan EES megi ekki fjárfesta í auðlindum Íslands eða neinu EES-landanna nema þeir eigi fyrirtæki á EES. Stofnendur skúffufyrirtækisins hvorki hafa né munu hafa nokkurn rekstur í því landi sem skúffan er stofnuð í, þetta erlenda fyrirtæki greiðir einungis þóknun til einhverrar lögfræðistofu í viðkomandi skúffulandi til að sjá um skúffuna fyrir sig. Ég dreg einnig stórlega í efa að eigendur og stjórnendur hafi komið til skúffulandsins sjálfir. Hefði þá ekki verið gáfulegt um leið og EES-samningurinn var gerður á sínum tíma, að setja einfaldan þröskuld með t.d. eftirfarandi texta: „Þeir erlendu aðilar sem ætla að fjárfesta í íslenskum auðlindum, þurfa að hafa rekið fyrirtæki á EES í minnst 5 ár í því landi sem þeir eru lögaðilar í og þá hafa þeir einungis heimild til að fjárfesta ¼ í viðkomandi auðlindarfyrirtæki, svo sem orkuveitum, sjávarútvegsfyritækjum og landbúnaði. Ekki er leyfilegt að kaupa upp fyrirtæki til að öðlast þennan fárfestingarétt í auðlindum EES-landanna. Viðkomandi fjárfestir skal hafa rekið fyrirtækið í eigin nafni framangreind 5 ár. Viðkomandi fyrirtæki þess sem ætlar að fjárfesta í ofangreindum auðlindum, skal ekki vera að neinu leyti í eigu erlendra aðila." Varðandi ofangreint nýlegt dæmi um fjárfestingu erlends aðila í orkugeiranum læðist að mér sá grunur að innan ekki langs tíma muni Kínverjar eignast þennan hlut, og hvers vegna? Jú, hagstæð sala vegna stórhækkaðs gengis á fyrirtækinu. Það skyldi þó ekki hafa verið tilgangurinn frá upphafi að braska með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar? Hvers vegna eru ekki nú þegar til staðar þröskuldar sem stöðva alla bakdyraeignamyndun erlendra aðila eins og til dæmis síðustu gjörningarnir í þeim efnum þar sem kínversk efnafjölskylda kemst upp með að eignast 43% eignarhluta í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki? Að lokum: Er kannski svo komið að EES-samningurinn, og sá 63% reglugerðarhluti ESB sem þegar er búið að innleiða í íslenskt þjóðfélag, sé að koma illilega í bakið á okkur þar sem báðir þessir aðilar virðast vera hafnir yfir allt sem íslenskt er, þannig að við Íslendingar stöndum bara berskjaldaðir gagnvart því að geta varið okkar auðlindir sem gera okkur það mögulegt að búa hér frjáls í þessu landi okkar. Einnig má segja að viss vá sé fyrir dyrum gagnvart lýðræðinu í landinu þegar umræðan er komin á það stig að menn eru farnir að tala um nauðsyn þess að breyta íslensku stjórnarskránni til að samræma hana EES og ESB.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun