SEX Eíríkur Bergmann skrifar 26. nóvember 2010 11:48 Um miðjan tíunda áratuginn sat ég í nefnd á vegum forsætisráðuneytsins sem átti að endurskoða kosningalögin. Ég var kornungur háskólastúdent en flestir samnefndarmanna voru stútungskarlar á þingi og viðleitni þeirra var undantekningarlítið að reikna fyrst sjálfan sig út áður en afstaða var tekin til hverrar tillögu fyrir sig. Á endanum náðu þingmennirnir ekki saman um annað en að festa flakkarann svokallaða (muniði?) í Reykjavík. Að öðru leyti kafnaði málið ofan í koki þingsins. Sem sannfærði mig um að þingmenn ættu hvergi að koma nærri við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Til þess eru persónulegir hagsmunir þeirra sjálfra einfaldlega of miklir. Stjórnlagaþingið er því að mínu viti stórkostlegt tækifæri til að leggja nýjan sáttagrunn undir íslenskt samfélag með heildstæðri endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég hef margoft lýst því yfir að fulltrúar á þinginu eigi að ekki mæta hver með sinn kröfulista í rassvasanum og tappa í eyrunum. Öfugt við þrasið á Alþingi skiptir mestu að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með nægjanlega opinn hug og séu reiðubúnir til að ræða sig til niðurstöðu með tilheyrandi málamiðlunum. Ég hef því ekki lagt fram nein sérstök baráttumál heldur aðeins lagt fram sex málefni sem ég myndi gjarnan vilja ræða: Í fyrsta lagi myndi ég vilja skoða það að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu. Í öðru lagi að brjóta upp stjórnmálakerfið með því að opna fyrir persónukjör í þingkosningum. Í þriðja lagi að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknu mæli. Í fjórða lagi að afnema kjördæmaskiptinguna. Í fimmta lagi að útbúa alhliða réttindaskrá fyrir borgarana til viðbótar við hefðbundin mannréttindaákvæði, svo sem um sanngjarna meðferð mála hjá hinu opinbera. Þá mætti hugsanlega lækka kosningaaldurinn í sextán ár. Bein kosning forsætisráðhera Ég myndi gjarnan vilja skoða þann möguleika að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað hvort í heild sinni eða þá forsætisráðherrann einan sem myndi velja með sér aðra ráðherra - sem var það sem Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna lagði til. Í því sambandi eru margar útfærslur mögulegar. En mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað niður undir oki ríkisstjórnarinnar. Lengst af var Alþingi meginvettvangur íslenskra stjórnmála en löggjafarþingið kom inn í landið langt á undan framkvæmdavaldinu. Á síðari árum hefur valdið hins vegar streymt frá þinginu til ríkisstjórnar sem aðeins hefur óbeint lýðræðislegt umboð, í gegnum þingið - sem þó er undir járnhæl leiðtoga stjórnarflokkanna hverju sinni. Við höfum því færst frá ræði þings yfir í ráðherraræði og raunar alla leið yfir í leiðtogaræði. Samt kýs enginn leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þessu þarf að breyta og þetta þarf að laga. Með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu væri hægt að koma beinu lýðræðislegu taumhaldi á ríkisstjórnina. En til að tryggja áframhaldandi þingræði mætti áfram viðhalda þeirri reglu að þingið geti komið ríkisstjórn frá með því að samþykkja á hana vantraust. Öfugt við hina formlegu tilhögun sem segir að þingið velji og hafi taumhald á framkvæmdavaldinu hefur reyndin orðin þveröfug, nú ráða ráðherrar öllu sem máli skiptir á Alþingi. Lagafrumvörp streyma í stríðum straumum frá ráðuneytum til Alþingis og svokölluð þingmannafrumvarp frá sjaldnast afgreiðslu. Þau eru bara einhverskonar krúsídúlluverkefni á meðan öll alvöru lagasetning er undirbúin og unnin í stjórnarráðinu. Með því að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega frelsum við þingmenn um leið undan þeim þrýstingi að metnaður allra stjórnmálamenn hljóti ávallt að standa til þess að verða ráðherra. Og þeim þrúgandi ónotum að það lýsi einhvers konar metnaðarleysi að vilja aðeins vera Alþingismaður. Þingmennska og ráðherradómur eru eðlisólík störf og því kann það að henta sumum stjórnmálamönnum mun betur að einbeita sér að þingstöfum í stað þess að vera sífellt með augun á ráðherrastólnum. Flestar táknmyndir á þingi endurspegla þá stéttskiptingu sem er á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna: Ráðherrar eru hæstvirtir en þingmenn aðeins háttvirtir. Ráðherranum er ekið í glæsibifreið að framhlið þingsins en þingmenn leggja eigin bíl fyrir aftan húsið. Aðeins myndir af ráðherrum prýða veggi Alþingis. Svona mætti áfram telja. Því er ansi brýnt að losa þingið loksins undan oki ráðherranna og koma löggjafarstarfinu aftur í hendur þingmanna - án afskipta ráðherra sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi samþykkir en ekki að stýra lagasetningarvinnunni. Þingmennska á að vera dyggðugt starf og hver stjórnmálamaður á að vera fullsæmdur af því að sækjast fremur eftir þingmennsku en ráðherradómi. Persónukjör Spennandi væri að opna fyrir persónukjör í einhverri mynd. Ýmsar útfærslur koma til greina í þeim efnum. En vandinn sem við er að etja er einkum sá að völd hafa smám saman en jafnt og þétt safnast að stjórnmálaflokkunum, sér í lagi að fjórflokknum sem öllu ræður í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálaflokkarnir ráða enn framboðslistum, hvort heldur er með handröðum innmúraðra á lista eða í mislokuðum prófkjörum en kjósandinn getur lítil áhrif haft á mönnun listans sem hann merkir við í kjörklefanum. Aðeins er hægt að beita útstrikun, semsé með neikvæðri aðgerð, en mikill fjöldi kjósenda þarf að gera sömu breytingu til að útstrikunin hafi einhver áhrif. Kannski væri öllu nær að kjósendur gætu haft áhrif á röðun frambjóðenda með persónukjöri í einhverri mynd, áhrifin birtast þá með jákvæðum hætti sem flestum er held ég betur að skapi. Persónukjör í kjörklefanum myndi líka brjóta upp það tangarhald sem stjórnmálaflokkarnir hafa á frambjóðendum sínum. Að vísu er útfærsla á slíku engan vegin einföld og viss hætta á að aukið lýðskrum fylgi persónukjöri. Vilmundur Gylfason og félagar í Bandalagi jafnaðarmanna sáu fyrir sér að kjósendur gætu jafnvel valið frambjóðendur þvert á framboðslista í kjörklefanum. En hér þarf semsé að vanda mjög til verks. Þjóðaratkvæði Tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur eru að vísu engin töfralausn í þeirri stjórnmálakreppu sem nú er í landinu en rannsóknir sýna að almenningur er yfirleitt mun íhaldssamari og tregari til breytinga en kjörnir fulltrúar sem hafa (samkvæmt kenningunni) tíma til að setja sig inn í flókin mál. Fólk sem er í fullri vinnu við allt annað en að fylgjast með fínni blægrigðum þjóðmálaumræðunnar hefur auðvitað mun takmarkaðri möguleika á að setja sig inn í málin. Því er það nánast náttúrulegt varnarviðbragð þeirra sem standa fyrir utan hringiðu stjórnmálanna að sporna fremur við breytingum heldur en að styðja framsækin mál. Í Sviss, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru tíðari en víðast annars staðar, hefur reynst örðugra að ná fram ýmsum framfaramálum. Til að mynda fengu konur ekki kosningarétt í Sviss fyrr en árið 1970 því karlarnir kusu alltaf gegn því þegar málið var lagt fyrir þá í þjóðaratkvæðagreislu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru því vandmeðfarnar og geta ef slælega er að málum staðið gert illt verra. Eigi að síður tel ég að þrátt fyrir þessa þekktu vankanta sé samt sem áður rétt að opna fyrir þjóðaratkvæðgareiðslur í ákveðnum vel skilgreindum tilvikum sem mikilvægt er að útfæra með skilmerkilegum hætti. Málskotsrétturinn er nú höndum forseta eins og Íslendingar fengu að kynnast í kosningunni um Icesave í upphafi árs. Hugsanlega mætti færa málskotséttinn til þjóðarinnar þannig að beiðni tiltekins hlutfalls kjósenda dugi til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Þá mætti einnig hugsa sér að tiltekinn minnihluti þingmanna gætu einnig farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur. Landið eitt kjördæmi Að minni hyggju ætti stjórnlagaþingið að meta kosti þess að afnema kjördæmaskiptinguna. Kjördæmaskipingin hefur að sumu leyti eitrað stjórnmálalífið hér á landi og viðhaldið aðskilnaði milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Ég skil vel ótta margra úti á landi við að vald færist til Reykjavíkur með afnámi kjördæmaskiptingarinnar en svo þarf þó alls ekki að verða. Til að gæta að trúverðugleika og ná sem víðastri skýrskotun til kjósenda yrði það eftir sem áður hagur framboðsins að bjóða upp á sem fjölbreyttastan lista, svo sem hvað viðvíkur, búsetu, kyni, aldri og þess háttar. Í það minnsta er rétt að stjórnlagaþingið taki kjördæmaskiptinguna til alvarlegrar endurskoðunar. Borgaraleg réttindaskrá Samhliða stjórnarskrárvinnunni væri gráupplagt fyrir stjórnlagaþingið að útbúa sérstaka borgaralega réttindaskrá, semsé til viðbótar við hefðbundin mannréttindaákvæði. Góð stjórnarskrá á að vera skýr, skorinorð og auðskiljanleg öllum læsum mönnum. Framsæknustu stjórnarskrár heims, eins og til að mynda sú þýska og suður-afríska, byrja á almennri yfirlýsingu um grunngildi, til að mynda um virkt lýðræði og þess háttar og svo kemur ítarlegur kafli um mannréttindi áður en stjórnskipan ríkisins er lýst. En auk hefðbundinna mannréttindaákvæða myndi ég vilja taka til alvarlegrar umræðu að í stjórnarskrá yrði enn fremur vísað í mun víðfemari skrá um borgaralegt réttindi, svo sem um sanngjarna meðferð mála hjá hinu opinbera. Leita má fyrirmynda í Bill of Rights í Bandaríkjunum og Charter of Fundamental Rights í Evrópu. Slík skrá þyrfti ekki endilega að vera formlegur hluti stjórnarskrárinnar heldur hugsanlega sér plagg sem stjórnarskráin vísar í og eykur þar með gildi þess umfram venjuleg lög. Sextán ára Stjórnlagaþingið veitir okkur tækifæri til að taka grundvallarlög samfélagsins til gagngerar endurskoðunar og því er held ég rétt að líta til allra þátta, ekki aðeins til þeirra augljósustu og umtí kjölfar hrunsins. Því myndi ég vilja taka til umræðu að lækka kosningaaldurinn í sextán ár. Ég viðurkenni að þetta mál stendur mér kannski nær en mörgum öðrum. Dóttir mín er nýorðin sextán ára og ég fæ ekki betur séð en að hún og vinir hennar séu ekkert síður í stakk búin til að velja framboðslista í samræmi við lífsskoðanir sínar heldur en margir þeir sem eldri eru. Efast um að hún myndi líta neitt sérstaklega til mín eða minna skoðana í þeim efnum. Lækkun kosningaaldurs myndi áreiðanlega auka áhuga ungs fólks á stjórnmálum, hvetja ungmenni almennt til þátttöku í þjóðmálaumræðunni og jafnvel hreint og beint auka ábyrgðartilfinningu unglinga í landinu. Og þá væri nú ekki svo lítið unnið. Ég endurtek að þetta er svo sem ekkert sértakt baráttumál en samt er ég svolítið spenntur fyrir þeim möguleika að hvetja ungmenni til samfélagslegrar þátttöku með þessum hætti - þó ekki væri nema til samfélagslegrar meðvitundar. Er viss um að umræðan er allaveg þess virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Um miðjan tíunda áratuginn sat ég í nefnd á vegum forsætisráðuneytsins sem átti að endurskoða kosningalögin. Ég var kornungur háskólastúdent en flestir samnefndarmanna voru stútungskarlar á þingi og viðleitni þeirra var undantekningarlítið að reikna fyrst sjálfan sig út áður en afstaða var tekin til hverrar tillögu fyrir sig. Á endanum náðu þingmennirnir ekki saman um annað en að festa flakkarann svokallaða (muniði?) í Reykjavík. Að öðru leyti kafnaði málið ofan í koki þingsins. Sem sannfærði mig um að þingmenn ættu hvergi að koma nærri við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Til þess eru persónulegir hagsmunir þeirra sjálfra einfaldlega of miklir. Stjórnlagaþingið er því að mínu viti stórkostlegt tækifæri til að leggja nýjan sáttagrunn undir íslenskt samfélag með heildstæðri endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég hef margoft lýst því yfir að fulltrúar á þinginu eigi að ekki mæta hver með sinn kröfulista í rassvasanum og tappa í eyrunum. Öfugt við þrasið á Alþingi skiptir mestu að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með nægjanlega opinn hug og séu reiðubúnir til að ræða sig til niðurstöðu með tilheyrandi málamiðlunum. Ég hef því ekki lagt fram nein sérstök baráttumál heldur aðeins lagt fram sex málefni sem ég myndi gjarnan vilja ræða: Í fyrsta lagi myndi ég vilja skoða það að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu. Í öðru lagi að brjóta upp stjórnmálakerfið með því að opna fyrir persónukjör í þingkosningum. Í þriðja lagi að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknu mæli. Í fjórða lagi að afnema kjördæmaskiptinguna. Í fimmta lagi að útbúa alhliða réttindaskrá fyrir borgarana til viðbótar við hefðbundin mannréttindaákvæði, svo sem um sanngjarna meðferð mála hjá hinu opinbera. Þá mætti hugsanlega lækka kosningaaldurinn í sextán ár. Bein kosning forsætisráðhera Ég myndi gjarnan vilja skoða þann möguleika að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað hvort í heild sinni eða þá forsætisráðherrann einan sem myndi velja með sér aðra ráðherra - sem var það sem Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna lagði til. Í því sambandi eru margar útfærslur mögulegar. En mestu skiptir að styrkja löggjafarhlutverk Alþingis sem smám saman hefur koðnað niður undir oki ríkisstjórnarinnar. Lengst af var Alþingi meginvettvangur íslenskra stjórnmála en löggjafarþingið kom inn í landið langt á undan framkvæmdavaldinu. Á síðari árum hefur valdið hins vegar streymt frá þinginu til ríkisstjórnar sem aðeins hefur óbeint lýðræðislegt umboð, í gegnum þingið - sem þó er undir járnhæl leiðtoga stjórnarflokkanna hverju sinni. Við höfum því færst frá ræði þings yfir í ráðherraræði og raunar alla leið yfir í leiðtogaræði. Samt kýs enginn leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þessu þarf að breyta og þetta þarf að laga. Með því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu væri hægt að koma beinu lýðræðislegu taumhaldi á ríkisstjórnina. En til að tryggja áframhaldandi þingræði mætti áfram viðhalda þeirri reglu að þingið geti komið ríkisstjórn frá með því að samþykkja á hana vantraust. Öfugt við hina formlegu tilhögun sem segir að þingið velji og hafi taumhald á framkvæmdavaldinu hefur reyndin orðin þveröfug, nú ráða ráðherrar öllu sem máli skiptir á Alþingi. Lagafrumvörp streyma í stríðum straumum frá ráðuneytum til Alþingis og svokölluð þingmannafrumvarp frá sjaldnast afgreiðslu. Þau eru bara einhverskonar krúsídúlluverkefni á meðan öll alvöru lagasetning er undirbúin og unnin í stjórnarráðinu. Með því að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega frelsum við þingmenn um leið undan þeim þrýstingi að metnaður allra stjórnmálamenn hljóti ávallt að standa til þess að verða ráðherra. Og þeim þrúgandi ónotum að það lýsi einhvers konar metnaðarleysi að vilja aðeins vera Alþingismaður. Þingmennska og ráðherradómur eru eðlisólík störf og því kann það að henta sumum stjórnmálamönnum mun betur að einbeita sér að þingstöfum í stað þess að vera sífellt með augun á ráðherrastólnum. Flestar táknmyndir á þingi endurspegla þá stéttskiptingu sem er á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna: Ráðherrar eru hæstvirtir en þingmenn aðeins háttvirtir. Ráðherranum er ekið í glæsibifreið að framhlið þingsins en þingmenn leggja eigin bíl fyrir aftan húsið. Aðeins myndir af ráðherrum prýða veggi Alþingis. Svona mætti áfram telja. Því er ansi brýnt að losa þingið loksins undan oki ráðherranna og koma löggjafarstarfinu aftur í hendur þingmanna - án afskipta ráðherra sem eiga að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi samþykkir en ekki að stýra lagasetningarvinnunni. Þingmennska á að vera dyggðugt starf og hver stjórnmálamaður á að vera fullsæmdur af því að sækjast fremur eftir þingmennsku en ráðherradómi. Persónukjör Spennandi væri að opna fyrir persónukjör í einhverri mynd. Ýmsar útfærslur koma til greina í þeim efnum. En vandinn sem við er að etja er einkum sá að völd hafa smám saman en jafnt og þétt safnast að stjórnmálaflokkunum, sér í lagi að fjórflokknum sem öllu ræður í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálaflokkarnir ráða enn framboðslistum, hvort heldur er með handröðum innmúraðra á lista eða í mislokuðum prófkjörum en kjósandinn getur lítil áhrif haft á mönnun listans sem hann merkir við í kjörklefanum. Aðeins er hægt að beita útstrikun, semsé með neikvæðri aðgerð, en mikill fjöldi kjósenda þarf að gera sömu breytingu til að útstrikunin hafi einhver áhrif. Kannski væri öllu nær að kjósendur gætu haft áhrif á röðun frambjóðenda með persónukjöri í einhverri mynd, áhrifin birtast þá með jákvæðum hætti sem flestum er held ég betur að skapi. Persónukjör í kjörklefanum myndi líka brjóta upp það tangarhald sem stjórnmálaflokkarnir hafa á frambjóðendum sínum. Að vísu er útfærsla á slíku engan vegin einföld og viss hætta á að aukið lýðskrum fylgi persónukjöri. Vilmundur Gylfason og félagar í Bandalagi jafnaðarmanna sáu fyrir sér að kjósendur gætu jafnvel valið frambjóðendur þvert á framboðslista í kjörklefanum. En hér þarf semsé að vanda mjög til verks. Þjóðaratkvæði Tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur eru að vísu engin töfralausn í þeirri stjórnmálakreppu sem nú er í landinu en rannsóknir sýna að almenningur er yfirleitt mun íhaldssamari og tregari til breytinga en kjörnir fulltrúar sem hafa (samkvæmt kenningunni) tíma til að setja sig inn í flókin mál. Fólk sem er í fullri vinnu við allt annað en að fylgjast með fínni blægrigðum þjóðmálaumræðunnar hefur auðvitað mun takmarkaðri möguleika á að setja sig inn í málin. Því er það nánast náttúrulegt varnarviðbragð þeirra sem standa fyrir utan hringiðu stjórnmálanna að sporna fremur við breytingum heldur en að styðja framsækin mál. Í Sviss, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru tíðari en víðast annars staðar, hefur reynst örðugra að ná fram ýmsum framfaramálum. Til að mynda fengu konur ekki kosningarétt í Sviss fyrr en árið 1970 því karlarnir kusu alltaf gegn því þegar málið var lagt fyrir þá í þjóðaratkvæðagreislu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru því vandmeðfarnar og geta ef slælega er að málum staðið gert illt verra. Eigi að síður tel ég að þrátt fyrir þessa þekktu vankanta sé samt sem áður rétt að opna fyrir þjóðaratkvæðgareiðslur í ákveðnum vel skilgreindum tilvikum sem mikilvægt er að útfæra með skilmerkilegum hætti. Málskotsrétturinn er nú höndum forseta eins og Íslendingar fengu að kynnast í kosningunni um Icesave í upphafi árs. Hugsanlega mætti færa málskotséttinn til þjóðarinnar þannig að beiðni tiltekins hlutfalls kjósenda dugi til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Þá mætti einnig hugsa sér að tiltekinn minnihluti þingmanna gætu einnig farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur. Landið eitt kjördæmi Að minni hyggju ætti stjórnlagaþingið að meta kosti þess að afnema kjördæmaskiptinguna. Kjördæmaskipingin hefur að sumu leyti eitrað stjórnmálalífið hér á landi og viðhaldið aðskilnaði milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Ég skil vel ótta margra úti á landi við að vald færist til Reykjavíkur með afnámi kjördæmaskiptingarinnar en svo þarf þó alls ekki að verða. Til að gæta að trúverðugleika og ná sem víðastri skýrskotun til kjósenda yrði það eftir sem áður hagur framboðsins að bjóða upp á sem fjölbreyttastan lista, svo sem hvað viðvíkur, búsetu, kyni, aldri og þess háttar. Í það minnsta er rétt að stjórnlagaþingið taki kjördæmaskiptinguna til alvarlegrar endurskoðunar. Borgaraleg réttindaskrá Samhliða stjórnarskrárvinnunni væri gráupplagt fyrir stjórnlagaþingið að útbúa sérstaka borgaralega réttindaskrá, semsé til viðbótar við hefðbundin mannréttindaákvæði. Góð stjórnarskrá á að vera skýr, skorinorð og auðskiljanleg öllum læsum mönnum. Framsæknustu stjórnarskrár heims, eins og til að mynda sú þýska og suður-afríska, byrja á almennri yfirlýsingu um grunngildi, til að mynda um virkt lýðræði og þess háttar og svo kemur ítarlegur kafli um mannréttindi áður en stjórnskipan ríkisins er lýst. En auk hefðbundinna mannréttindaákvæða myndi ég vilja taka til alvarlegrar umræðu að í stjórnarskrá yrði enn fremur vísað í mun víðfemari skrá um borgaralegt réttindi, svo sem um sanngjarna meðferð mála hjá hinu opinbera. Leita má fyrirmynda í Bill of Rights í Bandaríkjunum og Charter of Fundamental Rights í Evrópu. Slík skrá þyrfti ekki endilega að vera formlegur hluti stjórnarskrárinnar heldur hugsanlega sér plagg sem stjórnarskráin vísar í og eykur þar með gildi þess umfram venjuleg lög. Sextán ára Stjórnlagaþingið veitir okkur tækifæri til að taka grundvallarlög samfélagsins til gagngerar endurskoðunar og því er held ég rétt að líta til allra þátta, ekki aðeins til þeirra augljósustu og umtí kjölfar hrunsins. Því myndi ég vilja taka til umræðu að lækka kosningaaldurinn í sextán ár. Ég viðurkenni að þetta mál stendur mér kannski nær en mörgum öðrum. Dóttir mín er nýorðin sextán ára og ég fæ ekki betur séð en að hún og vinir hennar séu ekkert síður í stakk búin til að velja framboðslista í samræmi við lífsskoðanir sínar heldur en margir þeir sem eldri eru. Efast um að hún myndi líta neitt sérstaklega til mín eða minna skoðana í þeim efnum. Lækkun kosningaaldurs myndi áreiðanlega auka áhuga ungs fólks á stjórnmálum, hvetja ungmenni almennt til þátttöku í þjóðmálaumræðunni og jafnvel hreint og beint auka ábyrgðartilfinningu unglinga í landinu. Og þá væri nú ekki svo lítið unnið. Ég endurtek að þetta er svo sem ekkert sértakt baráttumál en samt er ég svolítið spenntur fyrir þeim möguleika að hvetja ungmenni til samfélagslegrar þátttöku með þessum hætti - þó ekki væri nema til samfélagslegrar meðvitundar. Er viss um að umræðan er allaveg þess virði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar