Stjórnarformaður gagnrýnir veislur í Hellisheiðarvirkjun 26. nóvember 2010 05:00 Orkuveita Reykjavíkur hefur lánað veislusal Hellisheiðarvirkjunar til veisluhalda starfsfólks án endurgjalds. fréttablaðið/vilhelm Innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og arkitekt Hellisheiðarvirkjunar héldu báðir brúðkaupsveislur í móttökusal Hellisheiðarvirkjunar án endurgjalds. Veislurnar voru haldnar 2007 og 2008. Innri endurskoðandi OR fékk reikning frá fyrirtækinu upp á 181.500 krónur fyrir veitingar í veislunni, en samkvæmt upplýsingum frá OR var sá reikningur ekki sundurliðaður. Fjöldi gesta var 31 og boðið var upp á fjögurra rétta matseðil, þar á meðal humar og hreindýrasteik, ásamt víni. Gerir það um 5.800 krónur á hvern gest. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, vill þó benda á að þetta svari til um 9.000 króna á mann í dag. „Ekki er að sjá að um einhverja „sérmeðferð“ hafi verið að ræða. Samþykki forstjóra lá fyrir og allur útlagður kostnaður fyrirtækisins var innheimtur,“ segir Eiríkur. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, segir að komi í ljós að um óeðlilega fyrirgreiðslu hafi verið að ræða séu atvikin mjög óheppileg. „Við erum búin að taka mjög skýrt á öllum svona málum og þetta á að vera orðið eðlilegt. En það tekur smá tíma að vinda ofan af þessu,“ segir Haraldur Flosi. „Það er stefnan að svona lagað heyri sögunni til og verið er að reyna að finna réttan takt í þessum málum.“ Hinn 12. janúar árið 2008 hélt arkitekt Hellisheiðarvirkjunar brúðkaup sitt í salnum án endurgjalds og gaf þáverandi forstjóri, Hjörleifur Kvaran, leyfi fyrir veislunni. Hjörleifur segist halda að arkitektinn hafi greitt allan kostnað. „Ég get staðfest að ég heimilaði einum aðila að halda brúðkaupsveislu. En það gekk svolítið mikið á til að heimila það. Ég var almennt á móti því en ég gaf mig nú,“ segir Hjörleifur. Spurður hvort OR hafi komið til móts við arkitektinn varðandi kostnað, segist Hjörleifur ekki halda að svo hafi verið. - sv Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og arkitekt Hellisheiðarvirkjunar héldu báðir brúðkaupsveislur í móttökusal Hellisheiðarvirkjunar án endurgjalds. Veislurnar voru haldnar 2007 og 2008. Innri endurskoðandi OR fékk reikning frá fyrirtækinu upp á 181.500 krónur fyrir veitingar í veislunni, en samkvæmt upplýsingum frá OR var sá reikningur ekki sundurliðaður. Fjöldi gesta var 31 og boðið var upp á fjögurra rétta matseðil, þar á meðal humar og hreindýrasteik, ásamt víni. Gerir það um 5.800 krónur á hvern gest. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, vill þó benda á að þetta svari til um 9.000 króna á mann í dag. „Ekki er að sjá að um einhverja „sérmeðferð“ hafi verið að ræða. Samþykki forstjóra lá fyrir og allur útlagður kostnaður fyrirtækisins var innheimtur,“ segir Eiríkur. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, segir að komi í ljós að um óeðlilega fyrirgreiðslu hafi verið að ræða séu atvikin mjög óheppileg. „Við erum búin að taka mjög skýrt á öllum svona málum og þetta á að vera orðið eðlilegt. En það tekur smá tíma að vinda ofan af þessu,“ segir Haraldur Flosi. „Það er stefnan að svona lagað heyri sögunni til og verið er að reyna að finna réttan takt í þessum málum.“ Hinn 12. janúar árið 2008 hélt arkitekt Hellisheiðarvirkjunar brúðkaup sitt í salnum án endurgjalds og gaf þáverandi forstjóri, Hjörleifur Kvaran, leyfi fyrir veislunni. Hjörleifur segist halda að arkitektinn hafi greitt allan kostnað. „Ég get staðfest að ég heimilaði einum aðila að halda brúðkaupsveislu. En það gekk svolítið mikið á til að heimila það. Ég var almennt á móti því en ég gaf mig nú,“ segir Hjörleifur. Spurður hvort OR hafi komið til móts við arkitektinn varðandi kostnað, segist Hjörleifur ekki halda að svo hafi verið. - sv
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira