Um fjórtán þúsund atvinnulausir - SA segir ástandið ólíðandi 26. nóvember 2010 12:15 Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Um hádegisbil í gær voru 13.923 án atvinnu á Íslandi skv. vef Vinnumálastofnunar. Samtök atvinnulífsins (SA) telja þetta ólíðandi og hafa lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins og útrýmingu atvinnuleysis samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. SA óska eftir samstarfi við ábyrga aðila um að hefjast handa við að kveða atvinnuleysið niður. Flestir kjarasamningar á almenna og opinbera markaðnum renna út í lok þessa mánaðar eða þess næsta. Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á að stefnt verði að gerð kjarasamninga allra aðila til þriggja ára með með hóflegum launahækkunum. Forsenda þess er að verðbólga verði lág og séð verði fram á styrkingu krónunnar. Sameiginleg markmið verði auknar fjárfestingar og vöxtur, einkum í útflutningsgreinum, og fjölgun starfa. Þar með verði hægt að komast út úr vítahring skattahækkana og niðurskurðar. Mögulegt samstarf aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningaviðræðum var rætt á sameiginlegum fundi síðdegis í gær. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, stýrði fundinum en fulltrúar bæði almenna og opinbera markaðarins sóttu fundinn. Á fundinum kynntu Samtök atvinnulífsins kjarastefnu samtakanna og undirstrikuðu mikilvægi þess að samstaða skapist um að skapa störf, auka kaupmátt fólks og koma Íslandi út úr kreppunni. Ríkissáttasemjari mun á næstu tveimur vikum kalla eftir sjónarmiðum þeirra fjölmörgu samtaka sem eru á vinnumarkaðnum og kanna hvort grundvöllur sé fyrir því ræða sameiginlega um tiltekin mál og leggja grunn að endurreisnaráætlun á vinnumarkaði. Stefnt er að öðrum fundi eftir hálfan mánuð. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Um hádegisbil í gær voru 13.923 án atvinnu á Íslandi skv. vef Vinnumálastofnunar. Samtök atvinnulífsins (SA) telja þetta ólíðandi og hafa lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins og útrýmingu atvinnuleysis samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. SA óska eftir samstarfi við ábyrga aðila um að hefjast handa við að kveða atvinnuleysið niður. Flestir kjarasamningar á almenna og opinbera markaðnum renna út í lok þessa mánaðar eða þess næsta. Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á að stefnt verði að gerð kjarasamninga allra aðila til þriggja ára með með hóflegum launahækkunum. Forsenda þess er að verðbólga verði lág og séð verði fram á styrkingu krónunnar. Sameiginleg markmið verði auknar fjárfestingar og vöxtur, einkum í útflutningsgreinum, og fjölgun starfa. Þar með verði hægt að komast út úr vítahring skattahækkana og niðurskurðar. Mögulegt samstarf aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningaviðræðum var rætt á sameiginlegum fundi síðdegis í gær. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, stýrði fundinum en fulltrúar bæði almenna og opinbera markaðarins sóttu fundinn. Á fundinum kynntu Samtök atvinnulífsins kjarastefnu samtakanna og undirstrikuðu mikilvægi þess að samstaða skapist um að skapa störf, auka kaupmátt fólks og koma Íslandi út úr kreppunni. Ríkissáttasemjari mun á næstu tveimur vikum kalla eftir sjónarmiðum þeirra fjölmörgu samtaka sem eru á vinnumarkaðnum og kanna hvort grundvöllur sé fyrir því ræða sameiginlega um tiltekin mál og leggja grunn að endurreisnaráætlun á vinnumarkaði. Stefnt er að öðrum fundi eftir hálfan mánuð.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira