Krónunni verður ekki kastað fyrir 2015 26. nóvember 2010 06:00 Pallborðið Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jón Daníelsson, dósent hjá LSE. Fréttablaðið/GVA Íslenska krónan fylgir þjóðinni næstu árin, burtséð frá því hvort landið gengur í Evrópusambandið eða ekki. Um þetta voru framsögumenn sammála í gær á morgunfundi Íslenskra verðbréfa í Reykjavík. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „Endurreisn Íslands“, tóku til máls Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Jón benti á að jafnvel þótt samþykkt yrði aðild Íslands að Evrópusambandinu og Íslendingar vildu taka upp evru þá tæki við margra ára langt ferli aðlögunar. Í sama streng tók Franek Roswadowski sem taldi að krónan yrði hér í notkun í tíu ár hið minnsta. „Ef þið gangið í Evrópusambandið getið þið strax ákveðið að taka upp evru, en um leið er ekki hægt að taka hana upp strax,“ sagði hann og vísaði til þess að uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht-sáttmálans til þess að fá að nota evru. Í pallborðsumræðum að loknum framsögum lýstu bæði Jón og Hörður þeirri skoðun að mistök hefðu verið að setja hér gjaldeyrishöft. „Ég myndi vilja afnema þau jafnskjótt og auðið er,“ sagði Jón Daníelsson. „Og með því á ég við fyrir lok þessa árs.“ Jón sagði að best væri að aflétta höftunum í einni aðgerð, en ekki í nokkrum skrefum líkt og boðað hefur verið af hálfu Seðlabanka Íslands. „Því lengur sem beðið er með afnám hafta, þeim mun erfiðara verður að losna við þau,“ sagði Jón og taldi afar hættulegt ef hagkerfið næði að laga sig að viðvarandi gjaldeyrishöftum. Franek Rozwadowski sagðist aftur á móti ósammála því að ekki væri hægt að afnema höftin í skrefum, en taldi ekki við hæfi að ræða nánar um þá framkvæmd þar sem í Seðlabankanum væri unnið að endurskoðun áætlunar um afnám haftanna. Um leið kvaðst hann talsmaður þess að höftin yrðu afnumin jafn skjótt og auðið væri, þótt hann teldi snöggt afnám óráðlegt. „Í þessu þarf að vanda til verka,“ sagði hann og kvað stórskaðlegt myndu verða fyrir trúverðugleika landsins ef setja þyrfti á höft á ný eftir afnám að hluta eða í heild. - óká Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Íslenska krónan fylgir þjóðinni næstu árin, burtséð frá því hvort landið gengur í Evrópusambandið eða ekki. Um þetta voru framsögumenn sammála í gær á morgunfundi Íslenskra verðbréfa í Reykjavík. Á fundinum, sem bar yfirskriftina „Endurreisn Íslands“, tóku til máls Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Jón benti á að jafnvel þótt samþykkt yrði aðild Íslands að Evrópusambandinu og Íslendingar vildu taka upp evru þá tæki við margra ára langt ferli aðlögunar. Í sama streng tók Franek Roswadowski sem taldi að krónan yrði hér í notkun í tíu ár hið minnsta. „Ef þið gangið í Evrópusambandið getið þið strax ákveðið að taka upp evru, en um leið er ekki hægt að taka hana upp strax,“ sagði hann og vísaði til þess að uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht-sáttmálans til þess að fá að nota evru. Í pallborðsumræðum að loknum framsögum lýstu bæði Jón og Hörður þeirri skoðun að mistök hefðu verið að setja hér gjaldeyrishöft. „Ég myndi vilja afnema þau jafnskjótt og auðið er,“ sagði Jón Daníelsson. „Og með því á ég við fyrir lok þessa árs.“ Jón sagði að best væri að aflétta höftunum í einni aðgerð, en ekki í nokkrum skrefum líkt og boðað hefur verið af hálfu Seðlabanka Íslands. „Því lengur sem beðið er með afnám hafta, þeim mun erfiðara verður að losna við þau,“ sagði Jón og taldi afar hættulegt ef hagkerfið næði að laga sig að viðvarandi gjaldeyrishöftum. Franek Rozwadowski sagðist aftur á móti ósammála því að ekki væri hægt að afnema höftin í skrefum, en taldi ekki við hæfi að ræða nánar um þá framkvæmd þar sem í Seðlabankanum væri unnið að endurskoðun áætlunar um afnám haftanna. Um leið kvaðst hann talsmaður þess að höftin yrðu afnumin jafn skjótt og auðið væri, þótt hann teldi snöggt afnám óráðlegt. „Í þessu þarf að vanda til verka,“ sagði hann og kvað stórskaðlegt myndu verða fyrir trúverðugleika landsins ef setja þyrfti á höft á ný eftir afnám að hluta eða í heild. - óká
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira