Tilraun sem mistókst og má ekki endurtaka 26. nóvember 2010 06:30 Forystumenn launþega og atvinnurekenda fóru yfir mögulegt samstarf á vinnumarkaði á fundi í gær. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrði fundinum. Ákveðið var að hittast á ný eftir tvær vikur.fréttablaðið/gva „Þetta er tilraun sem mistókst og má ekki endurtaka,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, um hugmyndir og þreifingar um nýjan sáttmála á vinnumarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins, almennir og opinberir, ræddu möguleika á samstarfi á fundi í gær. Höfðu Samtök atvinnulífsins frumkvæði að boðun fundarins, sem Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrði. Á fundinum lýsti Eiríkur reynslu kennara af stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var sumarið 2009. „Það kemur í ljós að 80 prósent félagsmanna okkar hafa verið án samninga frá miðju síðasta ári og ekki fengið krónu í kauphækkun. Á meðan hafa laun á almenna markaðnum hækkað að meðaltali um sjö til níu prósent. Þess vegna líst mér ekkert á þetta.“ Áformað er að funda á ný eftir tvær vikur. Eiríkur segir óráðið hvort kennarar sæki þann fund. Staðan verði metin í dag. Það hjálpi ekki til að viðsemjendur kennara hjá sveitarfélögunum hafi ekki viljað koma að samningaborðinu vegna mögulegs sáttmála. Þeir hafi viljað bíða og sjá. Slíkt gangi ekki lengur. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ítrekar vilja samtakanna til að semja til þriggja ára og skapa með því grundvöll fyrir atvinnulífið að byrja að fjárfesta og ráða fleira fólk í vinnu. „Það skiptir miklu máli að fyrirtækin geti séð fram í tímann. Öryggi varðandi launakostnað og friður á vinnumarkaði skipta miklu máli.“ Aðspurður kveðst Vilhjálmur líta svo á að kennarar og aðrir opinberir starfsmenn eigi vel heima í breiðu samstarfi á vinnumarkaði þrátt fyrir óánægju með efndir stöðugleikasáttmálans. „Ég get ekki séð að þeir nái frekar árangri án þess að vera samferða öllum hinum.“ Aðkoma ríkisvaldsins er mikilvæg en hún hefur ekki verið rædd að ráði enda vegferðin nýhafin. „Við erum rétt að byrja og eigum eftir að safna því saman sem einstakir aðilar vilja tala um við ríkisvaldið. Það er ekki um það að ræða að skrifa upp á plagg sem ekki er hægt eða vilji til að efna. Það þarf að ganga þannig frá málum að búið sé að afgreiða frumvörp inni í þinginu og taka lokaákvarðanir í málum.“ bjorn@frettabladid.is Eiríkur Jónsson Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
„Þetta er tilraun sem mistókst og má ekki endurtaka,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, um hugmyndir og þreifingar um nýjan sáttmála á vinnumarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins, almennir og opinberir, ræddu möguleika á samstarfi á fundi í gær. Höfðu Samtök atvinnulífsins frumkvæði að boðun fundarins, sem Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrði. Á fundinum lýsti Eiríkur reynslu kennara af stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var sumarið 2009. „Það kemur í ljós að 80 prósent félagsmanna okkar hafa verið án samninga frá miðju síðasta ári og ekki fengið krónu í kauphækkun. Á meðan hafa laun á almenna markaðnum hækkað að meðaltali um sjö til níu prósent. Þess vegna líst mér ekkert á þetta.“ Áformað er að funda á ný eftir tvær vikur. Eiríkur segir óráðið hvort kennarar sæki þann fund. Staðan verði metin í dag. Það hjálpi ekki til að viðsemjendur kennara hjá sveitarfélögunum hafi ekki viljað koma að samningaborðinu vegna mögulegs sáttmála. Þeir hafi viljað bíða og sjá. Slíkt gangi ekki lengur. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ítrekar vilja samtakanna til að semja til þriggja ára og skapa með því grundvöll fyrir atvinnulífið að byrja að fjárfesta og ráða fleira fólk í vinnu. „Það skiptir miklu máli að fyrirtækin geti séð fram í tímann. Öryggi varðandi launakostnað og friður á vinnumarkaði skipta miklu máli.“ Aðspurður kveðst Vilhjálmur líta svo á að kennarar og aðrir opinberir starfsmenn eigi vel heima í breiðu samstarfi á vinnumarkaði þrátt fyrir óánægju með efndir stöðugleikasáttmálans. „Ég get ekki séð að þeir nái frekar árangri án þess að vera samferða öllum hinum.“ Aðkoma ríkisvaldsins er mikilvæg en hún hefur ekki verið rædd að ráði enda vegferðin nýhafin. „Við erum rétt að byrja og eigum eftir að safna því saman sem einstakir aðilar vilja tala um við ríkisvaldið. Það er ekki um það að ræða að skrifa upp á plagg sem ekki er hægt eða vilji til að efna. Það þarf að ganga þannig frá málum að búið sé að afgreiða frumvörp inni í þinginu og taka lokaákvarðanir í málum.“ bjorn@frettabladid.is Eiríkur Jónsson
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira