Innlent

Eva Joly reiðubúin í forsetaframboð

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknar.
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknar. Mynd/Daníel
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknar, segist reiðubúin til að bjóða sig fram til forseta Frakklands árið 2012 ef græningjaflokkurinn þar í landi styður hana.

"Ef öll hreyfingin biður um það, þá fer ég í framboð," segir hún í samtali við Aftenposten.

Hún yrði frambjóðandi af vinstrivængnum en Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er hægri sinnaður. Vinsæladir hans hafa farið dvínandi. Frakkar hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og slæmra horfa á efnahagsmálum, segir í frétt Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×