Ekki í mínu nafni Sigríður Guðmarsdóttir skrifar 9. júní 2010 06:00 Frumvarp um ein hjúskaparlög liggur fyrir Alþingi og hafa þinginu borist ýmsar umsagnir sem lesa má á vef þingsins. Í umsögn sinni fyrir hönd þjóðkirkjunnar telur biskup Íslands frumvarpið ganga gegn ríkjandi hjúskaparskilningi. Þar segir: „Ríki og trúfélögin hafa álitið hjónabandið heilagt og ríki jafnt sem kirkja verið skuldbundin að virða það" (bls. 2). Biskup heldur áfram: „Nú gengur ríkið fram með nýja skilgreiningu á hjúskapnum, sem byggir á hugmyndafræði sem runnin er af öðrum rótum en þeim sem trúarbrögð og siðmenning og flest ríki heims hafa hingað til viðurkennt sem viðmið" (bls.3). Ályktanir biskups um altæk viðmið hjónabandsins kalla á ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi virðist gengið út frá því að hjónabandið á öllum tímum sé eitt og sama fyrirbrigðið. Athyglisvert er að heyra lútherskan biskup ræða um heilagleika hjónabandsins og samhengi í sögu og samtíð í ljósi þess að lútherska siðbótin hafnaði hinum rómversk-kaþólska sakramentisskilningi á 16. öld og bylti þannig viðhorfum til hjónabandsins. Íslensk hjúskaparlöggjöf er ekki ein og óbreytanleg heldur í örri þróun. Þegar ég vígðist til prests árið 1990 stóð enn í hjúskaparlögum að eigi mætti vígja „geðveikan mann eða hálfvita" í hjónaband, sem lýsir allvel fordómum samfélagsins gagnvart þeim sem áttu við geðræn vandamál eða greindarskerðingu að etja. Fátækralöggjöf 19. aldar varnaði fátæku fólki og jarðnæðislausu aðgang að hjónabandinu. Hjónabandslöggjöf á Íslandi í upphafi 21. aldar er ekki sama samfélagsstofnun og sú sem var við lýði í Rómaveldi fornkirkjunnar eða íslenskri sveit á 19. öld. Hún stendur vörð um kærleikssamband og jafnræði tveggja manneskja sem bindast hvor annarri nánum kærleiks- og kynlífsböndum og ætti engu að gilda hvort hjónaefnin eru fátæk, fráskilin, með geðraskanir, af sama eða gagnstæðu kyni. Í öðru lagi fullyrðir biskup að frumvarpið gangi gegn sameiginlegri siðmenningu og trúarbrögðum þjóða heims og sé runnin undan rótum annarlegrar hugmyndafræði. Skv. 1. Mósebók eru allar mannverur skapaðar í Guðs mynd og slík viðmið mynda ýmsa hornsteina mannréttindahugsjóna Vesturlanda um frelsi, jafnrétti og samstöðu jarðarbarna. Ég tel ein hjúskaparlög vera í rökréttu samræmi við sköpunarskilning sem gengur út frá jafnræði allra sem mannvera og kynvera. Ef hugmyndafræði einna hjúskaparlaga gengi þvert gegn viðmiðum trúarbragða og siðmenningar, eins og biskup vill vera láta, hvað segði það þá um viðmiðin? Ég er ein 90 presta og guðfræðinga sem lögðu fram stuðningstillögu við frumvarpið á Prestastefnu. Dagskrártillaga studd af öllum þremur biskupunum um að vísa málinu til biskups var lögð fram og naumlega samþykkt. Ekki var tekin afstaða til stuðningstillögunnar, en flutningsmenn drógu hana heldur ekki til baka og er hugur fjölmargra presta og guðfræðinga til frumvarpsins því skýr. Biskup Íslands víkur lauslega að tillögu hinna níutíu í umsögn sinni, þar sem rætt er um „hóp presta og guðfræðinga." Fátt minnir á vilja þessa „hóps" í umsögn biskups fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Umsögn biskups veldur mér vonbrigðum og hann talar þar ekki í mínu nafni. Ég þakka dómsmálaráðherra fyrir vandað frumvarp og vonast til að það verði að lögum 27. júní næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Frumvarp um ein hjúskaparlög liggur fyrir Alþingi og hafa þinginu borist ýmsar umsagnir sem lesa má á vef þingsins. Í umsögn sinni fyrir hönd þjóðkirkjunnar telur biskup Íslands frumvarpið ganga gegn ríkjandi hjúskaparskilningi. Þar segir: „Ríki og trúfélögin hafa álitið hjónabandið heilagt og ríki jafnt sem kirkja verið skuldbundin að virða það" (bls. 2). Biskup heldur áfram: „Nú gengur ríkið fram með nýja skilgreiningu á hjúskapnum, sem byggir á hugmyndafræði sem runnin er af öðrum rótum en þeim sem trúarbrögð og siðmenning og flest ríki heims hafa hingað til viðurkennt sem viðmið" (bls.3). Ályktanir biskups um altæk viðmið hjónabandsins kalla á ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi virðist gengið út frá því að hjónabandið á öllum tímum sé eitt og sama fyrirbrigðið. Athyglisvert er að heyra lútherskan biskup ræða um heilagleika hjónabandsins og samhengi í sögu og samtíð í ljósi þess að lútherska siðbótin hafnaði hinum rómversk-kaþólska sakramentisskilningi á 16. öld og bylti þannig viðhorfum til hjónabandsins. Íslensk hjúskaparlöggjöf er ekki ein og óbreytanleg heldur í örri þróun. Þegar ég vígðist til prests árið 1990 stóð enn í hjúskaparlögum að eigi mætti vígja „geðveikan mann eða hálfvita" í hjónaband, sem lýsir allvel fordómum samfélagsins gagnvart þeim sem áttu við geðræn vandamál eða greindarskerðingu að etja. Fátækralöggjöf 19. aldar varnaði fátæku fólki og jarðnæðislausu aðgang að hjónabandinu. Hjónabandslöggjöf á Íslandi í upphafi 21. aldar er ekki sama samfélagsstofnun og sú sem var við lýði í Rómaveldi fornkirkjunnar eða íslenskri sveit á 19. öld. Hún stendur vörð um kærleikssamband og jafnræði tveggja manneskja sem bindast hvor annarri nánum kærleiks- og kynlífsböndum og ætti engu að gilda hvort hjónaefnin eru fátæk, fráskilin, með geðraskanir, af sama eða gagnstæðu kyni. Í öðru lagi fullyrðir biskup að frumvarpið gangi gegn sameiginlegri siðmenningu og trúarbrögðum þjóða heims og sé runnin undan rótum annarlegrar hugmyndafræði. Skv. 1. Mósebók eru allar mannverur skapaðar í Guðs mynd og slík viðmið mynda ýmsa hornsteina mannréttindahugsjóna Vesturlanda um frelsi, jafnrétti og samstöðu jarðarbarna. Ég tel ein hjúskaparlög vera í rökréttu samræmi við sköpunarskilning sem gengur út frá jafnræði allra sem mannvera og kynvera. Ef hugmyndafræði einna hjúskaparlaga gengi þvert gegn viðmiðum trúarbragða og siðmenningar, eins og biskup vill vera láta, hvað segði það þá um viðmiðin? Ég er ein 90 presta og guðfræðinga sem lögðu fram stuðningstillögu við frumvarpið á Prestastefnu. Dagskrártillaga studd af öllum þremur biskupunum um að vísa málinu til biskups var lögð fram og naumlega samþykkt. Ekki var tekin afstaða til stuðningstillögunnar, en flutningsmenn drógu hana heldur ekki til baka og er hugur fjölmargra presta og guðfræðinga til frumvarpsins því skýr. Biskup Íslands víkur lauslega að tillögu hinna níutíu í umsögn sinni, þar sem rætt er um „hóp presta og guðfræðinga." Fátt minnir á vilja þessa „hóps" í umsögn biskups fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Umsögn biskups veldur mér vonbrigðum og hann talar þar ekki í mínu nafni. Ég þakka dómsmálaráðherra fyrir vandað frumvarp og vonast til að það verði að lögum 27. júní næstkomandi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun