Aðlögun alkóhólista að samfélaginu eftir meðferð er forvörn gegn heimilisleysi Erla Björg Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2010 11:39 Alkóhólismi er krónískur fíknisjúkdómur og alkóhólistum getur slegið niður eftir meðferð og þurfa því margir að fara oftar en einu sinni í meðferð. Það á einnig við fólk með aðra króníska sjúkdóma eins og t.d. hjarta-og æðasjúkdóma. Grundvallar forsenda bata frá alkóhólisma felst í því að alkóhólistinn stöðvi algjörlega neyslu vímuefna hvort sem það er áfengi eða aðrir vímugjafar. Rannsóknir sýna að það borgar sig að meðhöndla alkóhólisma þó að margir þurfi að fara oftar en einu sinni í slíka meðferð. Reyndar er það svo að sú skoðun margra að það sé alltaf sama fólkið í þessum meðferðum röng. Sé dæmi tekið frá íslenskum aðstæðum þá hafa samkvæmt tölfræði SÁÁ meira en helmingur þeirra rúmlega 19.000 Íslendinga sem komið hafa í meðferð á Vog aðeins þurft að koma einu sinni og 80 % þessara einstaklinga hafa komið þrisvar eða sjaldnar. Þess ber að geta að þeir sem hafa farið oft í meðferð hafa margir náð að stöðva neyslu áfengis og /eða annara vímuefna í einhvern tíma og jafnvel árum saman á milli meðferða. Afleiðingar ofneyslu áfengis og/eða annarra vímuefna geta verið skelfilegar og haft langvarandi áhrif á líkamlegt og geðrænt heilsufar og skapað fjölþættan félagslegan vanda jafnvel félagslega útskúfun. Einstaklingar sem hafa átt við langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna hafa oft verið stimplaðir sem afgangsstærðir í samfélaginu og ekki viðbjargandi. Að eiga við langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna þýðir að hafa verið án atvinnu, í húsnæðishrakningum og í litlum tengslum við bæði veraldleg gæði og heilbrigð þroskandi samskipti við annað fólk um langan tíma þar á meðal fjölskyldu sína. Ofneysla áfengis og/eða annarra vímuefna skerðir dómgreind og hæfni einstaklingsins til heilbrigðra samskipta og þar með möguleika á að vera heilsteyptur og vel aðlagaður samfélaginu. Neyslan veldur eingrun og vanhæfni til að skapa sér gott líf og hægt er að tala um að á meðan ástandið er slíkt eigi viðkomandi við félagslega fötlun að stríða. Einstaklingar sem tilheyra þessum hópi eru í áhættu með að verða fyrir félagslegri útskúfun, langvarandi heimilisleysi og lifa í sárri fátækt. Þannig er varla hægt að segja að fólk í þessari ánauð sé fært um að velja eða hafi nokkurt val. Þegar einstaklingur með fjölþættan félagslegan vanda kemur úr enn einni meðferðinni er grundvallar forsenda fyrir langvarandi bata aðlögun að samfélaginu. Ferli aðlögunar er fjölþætt og kemur að ólíkum sviðum mannlífsins. Aðlögun í sömu merkingu og orðið integrare í latínu þýðir að vera heill eða óskaðaður. Að aðlagast þýðir að gera heilt eða að samlagast heildinni. Aðlögun í þessu samhengi er um jafnvægi og skilning milli einstaklings og samfélags þar sem bæði einstaklingurinn og samfélagið í heild sinni vinna í sameingu að aðlöguninni. Einsatkalingar með langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna eiga rétt á því að þjónusta við þá sé við hæfi og mæti þeirra þörfum til þess að þeir geti endurhæfst og aðlagast samfélaginu. Þeir eiga rétt á sömu tækifærum og aðrir borgarar til að lifa við sambærileg kjör og að hafa möguleika á að njóta menningar og félagslegs nets. Þeir eiga rétt á að lifa í sátt við bæði skyldur og réttindi samfélagsins eins og hver annar borgari. Starfsendurhæfing er vaxandi þáttur í aðlögun einstaklinga að samfélaginu í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Til þess að viðkomandi eigi möguleika á að aðlagast samfélaginu að meðferð lokinni þarf að vera til staðar margþættur stuðningur og samvinna meðferðaraðila, félagsþjónustu og annarra aðila sem hafa með málefni viðkomandi að gera. Einn megin þáttur aðlögunar að samfélaginu er að einstaklingurinn hafi húsnæði og stuðning til virkni á vinnumarkaði eða námi sem er grundvöllur starfsendurhæfingar. Aðlögun að samfélaginu krefst samvinnu einstaklings og samfélags þar sem þéttur stuðningur og eftirfylgd er lykilatriði í ferli sem tekur mörg ár. Þegar lagt er af stað með þjónustu við þennan hóp þarf að hafa í huga einmitt þetta að aðlögunin tekur langan tíma, það er ekki hægt að stytta sér leið í þessum málum. Að leggja af stað af vanbúnaði og ætlast til þess að einstaklingurinn nái bata og aðlagist án þétts langtímastuðnings er að kasta til hendinni og eyða fjármunum á óábyrgan hátt. Það er mun dýrara fyrir samfélagið að láta vera að veita einstaklingum með slíkan vanda viðeigandi þjónustu. Undirrituð hefur verið starfandi á sviði endurhæfingar og félagsþjónustu á þriðja áratug bæði á Íslandi og erlendis og getur fullyrt að það eru forréttindi að vera óvirkur alkóhólisti á Íslandi ef viðkomandi hefur gott félagslegt net. Eitt af því sem skiptir gríðarlegu máli varðandi þetta er að meðferðarkerfi á Íslandi er gott og AA-samtök mjög öflug miðað við önnur lönd. Á Íslandi er einnig þróuð og góð félagsþjónusta og er ofangreindur hópur gjarnan langtíma notendur hennar ásamt því að hafa notið þjónustu meðferðarkerfisins í töluverðum mæli. Þessir aðilar hafa unnið gott starf bæði í samvinnu og sitt í hvoru lagi. Mat undirritaðar er að samvinna þessara aðila þurfi að vera viðameiri og þéttari ef markmiðið er að notendur þjónustu þeirra sé langtíma bati og aðlögun að samfélaginu. Að lokum vil ég undirstrika að það mikilvægasta varðandi þessa umfjöllun mína er að einstaklingar með langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna eru manneskjur af holdi og blóði með tilfinningar og eiga sína drauma eins og aðrir borgarar. Um er að ræða einstaklinga sem eiga á hættu á að verða heimilislausir til lengri tíma og því er þjónusta eins og að ofan er getið forvörn gegn mögulegu heimilisleysi þeirra. Höfundur er sérfæðingur á sviði áfengis-og vímuefnamála og starfsendurhæfingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Alkóhólismi er krónískur fíknisjúkdómur og alkóhólistum getur slegið niður eftir meðferð og þurfa því margir að fara oftar en einu sinni í meðferð. Það á einnig við fólk með aðra króníska sjúkdóma eins og t.d. hjarta-og æðasjúkdóma. Grundvallar forsenda bata frá alkóhólisma felst í því að alkóhólistinn stöðvi algjörlega neyslu vímuefna hvort sem það er áfengi eða aðrir vímugjafar. Rannsóknir sýna að það borgar sig að meðhöndla alkóhólisma þó að margir þurfi að fara oftar en einu sinni í slíka meðferð. Reyndar er það svo að sú skoðun margra að það sé alltaf sama fólkið í þessum meðferðum röng. Sé dæmi tekið frá íslenskum aðstæðum þá hafa samkvæmt tölfræði SÁÁ meira en helmingur þeirra rúmlega 19.000 Íslendinga sem komið hafa í meðferð á Vog aðeins þurft að koma einu sinni og 80 % þessara einstaklinga hafa komið þrisvar eða sjaldnar. Þess ber að geta að þeir sem hafa farið oft í meðferð hafa margir náð að stöðva neyslu áfengis og /eða annara vímuefna í einhvern tíma og jafnvel árum saman á milli meðferða. Afleiðingar ofneyslu áfengis og/eða annarra vímuefna geta verið skelfilegar og haft langvarandi áhrif á líkamlegt og geðrænt heilsufar og skapað fjölþættan félagslegan vanda jafnvel félagslega útskúfun. Einstaklingar sem hafa átt við langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna hafa oft verið stimplaðir sem afgangsstærðir í samfélaginu og ekki viðbjargandi. Að eiga við langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna þýðir að hafa verið án atvinnu, í húsnæðishrakningum og í litlum tengslum við bæði veraldleg gæði og heilbrigð þroskandi samskipti við annað fólk um langan tíma þar á meðal fjölskyldu sína. Ofneysla áfengis og/eða annarra vímuefna skerðir dómgreind og hæfni einstaklingsins til heilbrigðra samskipta og þar með möguleika á að vera heilsteyptur og vel aðlagaður samfélaginu. Neyslan veldur eingrun og vanhæfni til að skapa sér gott líf og hægt er að tala um að á meðan ástandið er slíkt eigi viðkomandi við félagslega fötlun að stríða. Einstaklingar sem tilheyra þessum hópi eru í áhættu með að verða fyrir félagslegri útskúfun, langvarandi heimilisleysi og lifa í sárri fátækt. Þannig er varla hægt að segja að fólk í þessari ánauð sé fært um að velja eða hafi nokkurt val. Þegar einstaklingur með fjölþættan félagslegan vanda kemur úr enn einni meðferðinni er grundvallar forsenda fyrir langvarandi bata aðlögun að samfélaginu. Ferli aðlögunar er fjölþætt og kemur að ólíkum sviðum mannlífsins. Aðlögun í sömu merkingu og orðið integrare í latínu þýðir að vera heill eða óskaðaður. Að aðlagast þýðir að gera heilt eða að samlagast heildinni. Aðlögun í þessu samhengi er um jafnvægi og skilning milli einstaklings og samfélags þar sem bæði einstaklingurinn og samfélagið í heild sinni vinna í sameingu að aðlöguninni. Einsatkalingar með langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna eiga rétt á því að þjónusta við þá sé við hæfi og mæti þeirra þörfum til þess að þeir geti endurhæfst og aðlagast samfélaginu. Þeir eiga rétt á sömu tækifærum og aðrir borgarar til að lifa við sambærileg kjör og að hafa möguleika á að njóta menningar og félagslegs nets. Þeir eiga rétt á að lifa í sátt við bæði skyldur og réttindi samfélagsins eins og hver annar borgari. Starfsendurhæfing er vaxandi þáttur í aðlögun einstaklinga að samfélaginu í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Til þess að viðkomandi eigi möguleika á að aðlagast samfélaginu að meðferð lokinni þarf að vera til staðar margþættur stuðningur og samvinna meðferðaraðila, félagsþjónustu og annarra aðila sem hafa með málefni viðkomandi að gera. Einn megin þáttur aðlögunar að samfélaginu er að einstaklingurinn hafi húsnæði og stuðning til virkni á vinnumarkaði eða námi sem er grundvöllur starfsendurhæfingar. Aðlögun að samfélaginu krefst samvinnu einstaklings og samfélags þar sem þéttur stuðningur og eftirfylgd er lykilatriði í ferli sem tekur mörg ár. Þegar lagt er af stað með þjónustu við þennan hóp þarf að hafa í huga einmitt þetta að aðlögunin tekur langan tíma, það er ekki hægt að stytta sér leið í þessum málum. Að leggja af stað af vanbúnaði og ætlast til þess að einstaklingurinn nái bata og aðlagist án þétts langtímastuðnings er að kasta til hendinni og eyða fjármunum á óábyrgan hátt. Það er mun dýrara fyrir samfélagið að láta vera að veita einstaklingum með slíkan vanda viðeigandi þjónustu. Undirrituð hefur verið starfandi á sviði endurhæfingar og félagsþjónustu á þriðja áratug bæði á Íslandi og erlendis og getur fullyrt að það eru forréttindi að vera óvirkur alkóhólisti á Íslandi ef viðkomandi hefur gott félagslegt net. Eitt af því sem skiptir gríðarlegu máli varðandi þetta er að meðferðarkerfi á Íslandi er gott og AA-samtök mjög öflug miðað við önnur lönd. Á Íslandi er einnig þróuð og góð félagsþjónusta og er ofangreindur hópur gjarnan langtíma notendur hennar ásamt því að hafa notið þjónustu meðferðarkerfisins í töluverðum mæli. Þessir aðilar hafa unnið gott starf bæði í samvinnu og sitt í hvoru lagi. Mat undirritaðar er að samvinna þessara aðila þurfi að vera viðameiri og þéttari ef markmiðið er að notendur þjónustu þeirra sé langtíma bati og aðlögun að samfélaginu. Að lokum vil ég undirstrika að það mikilvægasta varðandi þessa umfjöllun mína er að einstaklingar með langvarandi félagslegan vanda vegna neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna eru manneskjur af holdi og blóði með tilfinningar og eiga sína drauma eins og aðrir borgarar. Um er að ræða einstaklinga sem eiga á hættu á að verða heimilislausir til lengri tíma og því er þjónusta eins og að ofan er getið forvörn gegn mögulegu heimilisleysi þeirra. Höfundur er sérfæðingur á sviði áfengis-og vímuefnamála og starfsendurhæfingar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar