Batamerki í PISA-könnun 8. desember 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir Íslenskir grunnskólanemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar. Rannsóknin var gerð í fyrravor, en leitast var við að varpa ljósi á lesskilning og læsi á stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda. Ísland tók þátt í rannsókninni í fjórða sinn og sýndu síðustu tvær skýrslur, frá 2003 og 2006, að lesskilningi barna hér á landi hrakaði. Í þessari nýjustu könnun er Ísland í ellefta sæti af 68 löndum, sem tóku þátt í könnuninni, þar af í níunda sæti af 33 OECD-löndum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé gleðiefni að þeirri þróun sé snúið við og Íslendingar séu komnir aftur á sama stig og í fyrstu könnuninni sem var gerð árið 2000. „Stóru jákvæðu tíðindin eru hvað íslenskum ungmennum fer fram í lesskilningi. Við stöndum í stað í stærðfræði og náttúrufræði, þar sem við erum aðeins undir meðallagi. Það er ábending um að við þurfum að gera betur þar.“ Katrín segir erfitt að sjá strax hverju má þakka þennan árangur og sjálfsagt sé engin ein skýring. „Mörg sveitarfélög hafa til dæmis lagt mikla áherslu á lesskilning í skólum sínum og svo höfum við í ráðuneytinu líka verið að vinna að málum sem tengjast bæði lestrarörðugleikum og einnig hvernig efla megi læsi. Sú vinna er svo að skila sér inn í nýja námsskrá, sem ég vona að geti gengið í gildi í vor, en þar er læsi ein af grunnstoðunum.“ Katrín veltir líka upp þeirri spurningu hvort skýringa sé að leita í samfélagslegum áhrifum kreppunnar. „Þessi könnun er tekin í mars 2009, á sama tíma og við vorum að sjá að börn hér á landi eyddu mun meiri tíma með foreldrum sínum og því eru þau kannski bara að lesa meira.“ Katrín segir þó allt of fljótt að segja til um slíkt, en í framhaldinu verða niðurstöður könnunarinnar greindar nánar. Slæmu fréttinar í könnuninni eru hins vegar aukinn breytileiki milli skóla og að að mikill munur er enn á frammistöðu innfæddra og innflytjenda. „Frammistaða barna innflytjenda er sérstakt áhyggjuefni,“ segir Katrín. „Við erum ekki frábrugðin öðrum löndum hvað þetta varðar en getum vafalaust gert betur. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Íslenskir grunnskólanemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar. Rannsóknin var gerð í fyrravor, en leitast var við að varpa ljósi á lesskilning og læsi á stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda. Ísland tók þátt í rannsókninni í fjórða sinn og sýndu síðustu tvær skýrslur, frá 2003 og 2006, að lesskilningi barna hér á landi hrakaði. Í þessari nýjustu könnun er Ísland í ellefta sæti af 68 löndum, sem tóku þátt í könnuninni, þar af í níunda sæti af 33 OECD-löndum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé gleðiefni að þeirri þróun sé snúið við og Íslendingar séu komnir aftur á sama stig og í fyrstu könnuninni sem var gerð árið 2000. „Stóru jákvæðu tíðindin eru hvað íslenskum ungmennum fer fram í lesskilningi. Við stöndum í stað í stærðfræði og náttúrufræði, þar sem við erum aðeins undir meðallagi. Það er ábending um að við þurfum að gera betur þar.“ Katrín segir erfitt að sjá strax hverju má þakka þennan árangur og sjálfsagt sé engin ein skýring. „Mörg sveitarfélög hafa til dæmis lagt mikla áherslu á lesskilning í skólum sínum og svo höfum við í ráðuneytinu líka verið að vinna að málum sem tengjast bæði lestrarörðugleikum og einnig hvernig efla megi læsi. Sú vinna er svo að skila sér inn í nýja námsskrá, sem ég vona að geti gengið í gildi í vor, en þar er læsi ein af grunnstoðunum.“ Katrín veltir líka upp þeirri spurningu hvort skýringa sé að leita í samfélagslegum áhrifum kreppunnar. „Þessi könnun er tekin í mars 2009, á sama tíma og við vorum að sjá að börn hér á landi eyddu mun meiri tíma með foreldrum sínum og því eru þau kannski bara að lesa meira.“ Katrín segir þó allt of fljótt að segja til um slíkt, en í framhaldinu verða niðurstöður könnunarinnar greindar nánar. Slæmu fréttinar í könnuninni eru hins vegar aukinn breytileiki milli skóla og að að mikill munur er enn á frammistöðu innfæddra og innflytjenda. „Frammistaða barna innflytjenda er sérstakt áhyggjuefni,“ segir Katrín. „Við erum ekki frábrugðin öðrum löndum hvað þetta varðar en getum vafalaust gert betur. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira