Ágreiningur innan menntaráðs um trú 26. nóvember 2010 06:00 Oddný Sturludóttir Meirihluti menntaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram umsögn á breytingartillögum mannréttindaráðs á samstarfi leik- og grunnskóla í Reykjavík við trúar- og lífsskoðunarhópa. Í umsögninni er sú breyting lögð til að þær stofnanir sem hafa starfandi áfallaráð tryggi að samráð verði haft við þá sem áfall snertir áður en kallað er til utanaðkomandi fagaðila til stuðnings. Þó skulu helgistundir tengdar áfallahjálp fara fram utan skólatíma. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menntaráði greiddu atkvæði gegn tillögunni á fundi síðastliðinn miðvikudag og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Í bókun Vinstri grænna segir meðal annars: „Viðbætur meirihlutans við lið [um presta innan áfallaráða] eru aðfinnsluverðar og mikil afturför við nokkuð skýra tillögu mannréttindaráðs. [...] Sérfræðimenntun og kunnátta presta er fyrst og fremst á sviði guðlegra málefna og ætti því ekki að geta þeirra sérstaklega í lið [um presta innan áfallaráða]. Ekki þarf að hafa orð um það meir." Í bókun Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á fundinum sagði meðal annars: „Tillögur að reglum mannréttindaráðs um samskipti skóla og trúfélaga eru í heild sinni hið furðulegasta mál og kemur öllum er fjallað hafa um á óvart. Í fyrsta lagi endurspeglar tillaga meirihluta mannréttindaráðs ekki umburðarlyndi eða jafnræði heldur einkennist hún af miðstýringu og boðvaldi. [...]" Stjórn SAMFOK, félags foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, hefur lýst yfir ánægju sinni með umsagnir menntaráðs, en leggur þó fram þá athugasemd að hún telji ekki að það stríði gegn mannréttindum eða flokkist undir trúboð að trúar- og lífsskoðunarfélög fái að kynna starfsemi sína á skólatíma. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir umsögnina byggja á athugasemdum og vilja skólasamfélagsins. Allar athugasemdir hafa verið teknar til greina innan ráðsins og unnið út frá þeim. Tillagan liggur nú hjá Íþrótta- og tómstundarráði og velferðarráði. Umsögnum verður skilað til mannréttindaráðs í næstu viku sem síðan skilar af sér lokatillögum fyrir jól. sunna@frettabladid.is Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Meirihluti menntaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram umsögn á breytingartillögum mannréttindaráðs á samstarfi leik- og grunnskóla í Reykjavík við trúar- og lífsskoðunarhópa. Í umsögninni er sú breyting lögð til að þær stofnanir sem hafa starfandi áfallaráð tryggi að samráð verði haft við þá sem áfall snertir áður en kallað er til utanaðkomandi fagaðila til stuðnings. Þó skulu helgistundir tengdar áfallahjálp fara fram utan skólatíma. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menntaráði greiddu atkvæði gegn tillögunni á fundi síðastliðinn miðvikudag og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Í bókun Vinstri grænna segir meðal annars: „Viðbætur meirihlutans við lið [um presta innan áfallaráða] eru aðfinnsluverðar og mikil afturför við nokkuð skýra tillögu mannréttindaráðs. [...] Sérfræðimenntun og kunnátta presta er fyrst og fremst á sviði guðlegra málefna og ætti því ekki að geta þeirra sérstaklega í lið [um presta innan áfallaráða]. Ekki þarf að hafa orð um það meir." Í bókun Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á fundinum sagði meðal annars: „Tillögur að reglum mannréttindaráðs um samskipti skóla og trúfélaga eru í heild sinni hið furðulegasta mál og kemur öllum er fjallað hafa um á óvart. Í fyrsta lagi endurspeglar tillaga meirihluta mannréttindaráðs ekki umburðarlyndi eða jafnræði heldur einkennist hún af miðstýringu og boðvaldi. [...]" Stjórn SAMFOK, félags foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, hefur lýst yfir ánægju sinni með umsagnir menntaráðs, en leggur þó fram þá athugasemd að hún telji ekki að það stríði gegn mannréttindum eða flokkist undir trúboð að trúar- og lífsskoðunarfélög fái að kynna starfsemi sína á skólatíma. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir umsögnina byggja á athugasemdum og vilja skólasamfélagsins. Allar athugasemdir hafa verið teknar til greina innan ráðsins og unnið út frá þeim. Tillagan liggur nú hjá Íþrótta- og tómstundarráði og velferðarráði. Umsögnum verður skilað til mannréttindaráðs í næstu viku sem síðan skilar af sér lokatillögum fyrir jól. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira