Gamlir flugkappar minnast árásar Óli Tynes skrifar 20. apríl 2010 13:37 Flugkapparnir við B-25 sprengjuflugvél eins og þeir flugu í árásinni. Mynd/AP Fjórir eftirlifandi flugliðar úr fyrstu loftárás Bandaríkjanna á Japan í síðari heimsstyrjöldinni komu saman um síðustu helgi í tilefni af því að 68 ár voru liðin frá því hún var gerð. Árásin var með þeim djarfari í stríðinu. Bandaríkjamenn áttu engar flugvélar sem voru nógu langdrægar til þess að fljúga til Japans. Landvélar með flugmóðurskipi James Doolittle undirofursti útfærði þá hugmynd að flytja B-25 sprengjuflugvélar með flugmóðurskipi nógu nálægt Japan til þess að hægt væri að gera loftárás á Tokyo. Hann stjórnaði svo leiðangrinum. B-25 vélarnar voru hannaðar til þess að athafna sig frá flugvöllum á landi. En með því að gera á þeim ýmsar endurbætur reyndist unnt að fljúga þeim frá flugmóðurskipi. Bara aðra leiðina Hinsvegar var ljóst að vélarnar gætu ekki snúið aftur til flugmóðurskipsins og því var ákveðið að nauðlenda lenda þeim í Kína eftir árásina. Flugliðarnir áttu svo að koma sér heim eftir bestu getu. Þann 18. apríl árið 1942 hófu sextán B-25 vélar sig á loft frá flugmóðurskipinu Hornet og gerðu árásina á Tokyo. Fimm manna áhafnir voru um borð, samtals 80 menn. Allar lentu svo í Kína utan ein sem lenti í Sovétríkjunum. Ellefu flugliðanna féllu eða voru teknir höndum en hinir komust heim eða allavega innfyrir eigin víglínur með einum eða öðrum hætti. Jók Bandaríkjamönnum kjark Sáralitlar skemmdir urðu á Tokyo í árásinni, en það var svosem vitað fyrirfram. Tilgangurinn var aðallega sá að blása baráttukjarki í Bandaríkjamenn sem voru enn sem steini lostnir eftir árás Japana á Pearl Harbour fimm mánuðum áður. Tilgangurinn var einnig sá að sýna japönskum almenningi framá að hann væri ekki ósnertanlegur í þessu stríði, eins og leiðtogarnir voru óþreytandi að básúna. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fjórir eftirlifandi flugliðar úr fyrstu loftárás Bandaríkjanna á Japan í síðari heimsstyrjöldinni komu saman um síðustu helgi í tilefni af því að 68 ár voru liðin frá því hún var gerð. Árásin var með þeim djarfari í stríðinu. Bandaríkjamenn áttu engar flugvélar sem voru nógu langdrægar til þess að fljúga til Japans. Landvélar með flugmóðurskipi James Doolittle undirofursti útfærði þá hugmynd að flytja B-25 sprengjuflugvélar með flugmóðurskipi nógu nálægt Japan til þess að hægt væri að gera loftárás á Tokyo. Hann stjórnaði svo leiðangrinum. B-25 vélarnar voru hannaðar til þess að athafna sig frá flugvöllum á landi. En með því að gera á þeim ýmsar endurbætur reyndist unnt að fljúga þeim frá flugmóðurskipi. Bara aðra leiðina Hinsvegar var ljóst að vélarnar gætu ekki snúið aftur til flugmóðurskipsins og því var ákveðið að nauðlenda lenda þeim í Kína eftir árásina. Flugliðarnir áttu svo að koma sér heim eftir bestu getu. Þann 18. apríl árið 1942 hófu sextán B-25 vélar sig á loft frá flugmóðurskipinu Hornet og gerðu árásina á Tokyo. Fimm manna áhafnir voru um borð, samtals 80 menn. Allar lentu svo í Kína utan ein sem lenti í Sovétríkjunum. Ellefu flugliðanna féllu eða voru teknir höndum en hinir komust heim eða allavega innfyrir eigin víglínur með einum eða öðrum hætti. Jók Bandaríkjamönnum kjark Sáralitlar skemmdir urðu á Tokyo í árásinni, en það var svosem vitað fyrirfram. Tilgangurinn var aðallega sá að blása baráttukjarki í Bandaríkjamenn sem voru enn sem steini lostnir eftir árás Japana á Pearl Harbour fimm mánuðum áður. Tilgangurinn var einnig sá að sýna japönskum almenningi framá að hann væri ekki ósnertanlegur í þessu stríði, eins og leiðtogarnir voru óþreytandi að básúna.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira