Handbolti

Einar fer til Hamm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór

Einar Hólmgeirsson hefur gengið frá eins árs samningi við þýska handknattleiksliðið Hamm sem leikur sem nýliði í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag en Einar var síðast á mála hjá Grosswallstadt.

Honum var tilkynnt í vetur að félagið myndi ekki bjóða Einari nýjan samning en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin misseri.

Einar kom fyrst til Grosswallstadt árið 2004 og lék með félaginu öll árin utan eitt er hann var á mála hjá Flensburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×