Lífið

Tom Hanks: Leikur sér ennþá með leikföng

Tom Hanks ræktar enn barnið innra með sér.
Tom Hanks ræktar enn barnið innra með sér.

Leikarinn Tom Hanks, 54 ára, sem talar fyrir kúrekann Vidda í Toy story kvikmyndunum, segist ennþá elska að leika sér með leikföng.

Foreldrar Tom skildu þegar hann var fimm ára. Þá flutti hann til föður síns og í kjölfarið ferðuðust feðgarnir meira og minna alla hans æsku.

„Ég hef alltaf haft mjög gaman af að leika mér með leikföng og geri það við hvert tækifæri með börnunum mínum. Ég man ekki eftir að hafa gefið öðrum leikföngin mín. Þau hurfu alltaf í flutningunum," segir Tom sem var stöðugt að flytja með föður sínum og stjúpmóður.

Tom á fjögur börn: Colin, 32, og Elizabeth, 28, frá fyrra hónabandi þegar hann var giftur Samönthu Lewes, og Chester, 19, og Truman, 14 ára, á hann með núverandi eiginkonu sinni Ritu Wilson.

Við spáðum fyrir lesendum Lífsins í morgun. Vertu með...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.