Lífið

Teiknimynd í efsta sætið

Despicable Me fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs.
Despicable Me fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs.
Teiknimyndin Despicable Me fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi.

Myndin þénaði rúmar sextíu milljónir dollara, eða um 7,5 milljarða króna, og sló vampírumyndina The Twilight Saga: Eclipse af toppnum. Í öðru sæti var hasarmyndin Predators.

Despicable Me er fyrsta þrívíddarteiknimyndin sem kvikmyndaverið Universal Pictures framleiðir. Hún fékk tvöfalt meiri aðsókn en Universal hafði reiknað með. Steve Carell, Jason Segel, Russell Brand og Julie Andrews tala inn á myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.