Röddin aldrei verið betri 11. september 2010 16:30 Ómar Ragnarsson heldur tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi á næstunni í tilefni sjötugsafmælis síns. Á myndinni að ofan svífur Ómar um sviðið í byrjun ferilsins árið 1962. Ómar Ragnarsson heldur tvenna tónleika í Salnum í tilefni af sjötugsafmæli sínu. Hann lofar fjöri frá upphafi til enda. „Hinn óbærilegi léttleiki síðustu fimmtíu ára á að skila sér áratug fyrir áratug á þessari skemmtun,“ segir Ómar Ragnarsson um tónleika sína í Salnum á fimmtudag og föstudag. Tilefnið er sjötugsafmælið hans á fimmtudaginn og sú staðreynd að fimmtíu ár eru liðin síðan hann gaf út sína fyrstu plötu. Raggi Bjarna og Þuríður Sigurðardóttir stíga einnig á svið ásamt Sumargleðinni og hljómsveitinni Miðaldarmönnum. 25 ár eru liðin síðan Ómar hélt vel heppnaða afmælistónleika á Broadway og í Sjallanum. Þeir fyrrnefndu urðu fjörutíu talsins en hinir urðu sautján. Nú þegar 25 ár eru liðin segist Ómar vera í fínu formi og engu hafa gleymt. „Röddin hefur sennilega aldrei verið betri. Ég fór svo illa með hana þessi ár en ég fer betur með hana núna vegna þess að allt stendur og fellur með henni,“ segir hann. „Þetta verður fjör frá upphafi til enda.“ Ómar segir að megnið af lögunum hafi aldrei heyrst nema í stuttan tíma. „Það sérkennilega við minn feril er að ég hef verið að skipta um prógram á hverju ári. Sem þýðir að margt af því besta sem ég hef gert hefur bara verið flutt í eitt ár á skemmtunum og aldrei verið gefið út á plötu eða flutt á tónleikum,“ segir hann. „Ég tek „Torfærukeppnina“ og bílarnir fara í loftköstum og hesturinn fer í lofköstum með mig þegar ég tek það lag. Elli Pressis á eftir að taka miklar sveiflur á sviðinu og „Sveitaball“ verður tekið í lokin nákvæmlega eins og það hefur verið gert í fimmtíu ár. Sigtryggur glímukappi á líka eftir að vera með miklum þunga þarna.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Ómar Ragnarsson heldur tvenna tónleika í Salnum í tilefni af sjötugsafmæli sínu. Hann lofar fjöri frá upphafi til enda. „Hinn óbærilegi léttleiki síðustu fimmtíu ára á að skila sér áratug fyrir áratug á þessari skemmtun,“ segir Ómar Ragnarsson um tónleika sína í Salnum á fimmtudag og föstudag. Tilefnið er sjötugsafmælið hans á fimmtudaginn og sú staðreynd að fimmtíu ár eru liðin síðan hann gaf út sína fyrstu plötu. Raggi Bjarna og Þuríður Sigurðardóttir stíga einnig á svið ásamt Sumargleðinni og hljómsveitinni Miðaldarmönnum. 25 ár eru liðin síðan Ómar hélt vel heppnaða afmælistónleika á Broadway og í Sjallanum. Þeir fyrrnefndu urðu fjörutíu talsins en hinir urðu sautján. Nú þegar 25 ár eru liðin segist Ómar vera í fínu formi og engu hafa gleymt. „Röddin hefur sennilega aldrei verið betri. Ég fór svo illa með hana þessi ár en ég fer betur með hana núna vegna þess að allt stendur og fellur með henni,“ segir hann. „Þetta verður fjör frá upphafi til enda.“ Ómar segir að megnið af lögunum hafi aldrei heyrst nema í stuttan tíma. „Það sérkennilega við minn feril er að ég hef verið að skipta um prógram á hverju ári. Sem þýðir að margt af því besta sem ég hef gert hefur bara verið flutt í eitt ár á skemmtunum og aldrei verið gefið út á plötu eða flutt á tónleikum,“ segir hann. „Ég tek „Torfærukeppnina“ og bílarnir fara í loftköstum og hesturinn fer í lofköstum með mig þegar ég tek það lag. Elli Pressis á eftir að taka miklar sveiflur á sviðinu og „Sveitaball“ verður tekið í lokin nákvæmlega eins og það hefur verið gert í fimmtíu ár. Sigtryggur glímukappi á líka eftir að vera með miklum þunga þarna.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira