Samkvæmt breska blaðinu Daily Mail hefur Gwyneth Paltrow samþykkt að leika áfengissjúka tónlistarkonu í kvikmyndinni Country Strong. Gwyneth er auðvitað gift Chris Martin, oftast kenndum við Coldplay, og því ættu heimatökin að vera hæg. Samkvæmt Daily Mail mun Gwyneth leika kántrísöngkonu að nafni Kelly Canter sem má muna fífil sinn fegurri á tónlistarsviðinu.
Að mati Daily Mail er augljóst að Paltrow hafi horft til kántrímyndarinnar Crazy Heart þar sem Jeff Bridges fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Og blaðið bendir á að þetta verði fyrsta aðalhlutverk Paltrow frá árinu 2005 en þá lék hún dóttur stærðfræðisnillings í Proof. Paltrow fékk frábæra dóma en myndin fékk engan veginn þá aðsókn sem vonast hafði verið til.
Leikur alka í nýrri mynd

Mest lesið

Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi
Tíska og hönnun




Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025
Lífið samstarf



Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum
Bíó og sjónvarp


Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian
Tíska og hönnun