Erlent

Jaycee Dugard fær milljarða í bætur

Jaycee Dugard.
Jaycee Dugard.

Yfirvöld í Kalíforníu hafa fallist á að greiða hinni þrítugu Jaycee Dugard, sem haldið var í kynlífsþrælkun í átján ár af Philip Garrido um tvo og hálfa milljarða í bætur. Dugard ól Garrido tvær dætur en Garrido var á reynslulausn vegna nauðgunardóms og áttu yfirvöld að fylgjast grannt með honum.

Dugard fannst ásamt dætrum sínum í skúr í bakgarði Garridos í bænum Antioch í nágrenni San Fransisco. Í tilkynningu frá fjölskyldu Dugard segir að hún ætli að kaupa hús fyrir peningana, tryggja dætrum sínum menntun og ávaxta restina af fénu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×