Erlent

Danski skattmann ygglir sig

Óli Tynes skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Eitt stærsta fjársvikamál sem um getur í Danmörku er nú til rannsóknar hjá skattayfirvöldum að sögn þarlendra fjölmiðla.

Dönsk yfirvöld hafa nýlega fengið upplýsingar um málið og eru sögð nánast í losti yfir umfanginu.

Um er að ræða fjölda auðugra Dana sem hafa geymt peninga í erlendum skattaskjólum eða sem hafa fært stórar fjárhæðir úr erlendum bönkum til Danmerkur.

Í heild er um að ræða tugi milljarða danskra króna. Troels Lund Poulsen skattamálaráðherra segist vera agndofa yfir upphæðunum.

Danska blaðið BT segir ljóst að höfð verði endaskipti á þessum svikurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×