Erlent

Rosalega dýr sólgleraugu

Óli Tynes skrifar
Gætið þess að þau séu ekta ef þú ferð til Ítalíu.
Gætið þess að þau séu ekta ef þú ferð til Ítalíu.

Dönsk kona fékk einnar komma sex milljóna króna sekt á Ítalíu fyrir að kaupa ódýra eftirlíkingu af Dolce&Gabbana sólgleraugum í sumarfríinu.

Frá þessu er sagt í danska blaðinu Jyllandsposten.

Yfirvöld í mörgum ríkjum Evrópusambandsins leggja mikla áherslu á að stöðva sjóræningjaframleiðslu af þessu tagi.

Þau ganga þó mismunandi langt. Strangastir eru líklega Ítalir sem hafa gripið til þess ráðs að sekta ekki bara framleiðendurna ef til þeirra næst heldur einnig kaupendur.

Og það er ekki aðeins refsað fyrir að kaupa fölsku vöruna á Ítalíu. Ef ferðamenn mæta þar með fölsuð sólgleraugu eða Louis Vuitton handtösku geta þeir átt von á að vera gripnir strax á flugvellinum. Og fara þaðan með himinháa sekt á bakinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×