Erlent

Heimskir bræður

Óli Tynes skrifar
Hvað segir þú bróðir minn góður?
Hvað segir þú bróðir minn góður?
Tveir breskir bræður hafa verið dæmdir fyrir að nota bíl til þess að brjóta glugga á bensínstöð og stela þaðan tóbaki fyrir tíuþúsund sterlingspund. Bræðurnir voru báðir með lambhúshettur til að dyljast. En þegar inn í verslunina kom tóku þeir þær ofan til þess að geta talað saman. Beint fyrir neðan öryggismyndavélina.

Þeir skildu líka eftir sig nóg af lífsýnum því af einhverjum ástæðum fóru þeir upp á þak á einnar hæðar beinsínstöðinni. Þar flæktust þeir í vírum og skáru sig til blóðs.

Verjandi annars þeirra sagði að hann hefði fengið marga skurði, þar á meðal á mjög persónulegum stað.

Breska blaðið Daily Telegraph segir frá því að bræðurnir hafi verið dæmdir í annars vegar tveggja ára og hinsvegar 30 mánaða fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×