Tilraun sem mistókst og má ekki endurtaka 26. nóvember 2010 06:30 Forystumenn launþega og atvinnurekenda fóru yfir mögulegt samstarf á vinnumarkaði á fundi í gær. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrði fundinum. Ákveðið var að hittast á ný eftir tvær vikur.fréttablaðið/gva „Þetta er tilraun sem mistókst og má ekki endurtaka,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, um hugmyndir og þreifingar um nýjan sáttmála á vinnumarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins, almennir og opinberir, ræddu möguleika á samstarfi á fundi í gær. Höfðu Samtök atvinnulífsins frumkvæði að boðun fundarins, sem Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrði. Á fundinum lýsti Eiríkur reynslu kennara af stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var sumarið 2009. „Það kemur í ljós að 80 prósent félagsmanna okkar hafa verið án samninga frá miðju síðasta ári og ekki fengið krónu í kauphækkun. Á meðan hafa laun á almenna markaðnum hækkað að meðaltali um sjö til níu prósent. Þess vegna líst mér ekkert á þetta.“ Áformað er að funda á ný eftir tvær vikur. Eiríkur segir óráðið hvort kennarar sæki þann fund. Staðan verði metin í dag. Það hjálpi ekki til að viðsemjendur kennara hjá sveitarfélögunum hafi ekki viljað koma að samningaborðinu vegna mögulegs sáttmála. Þeir hafi viljað bíða og sjá. Slíkt gangi ekki lengur. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ítrekar vilja samtakanna til að semja til þriggja ára og skapa með því grundvöll fyrir atvinnulífið að byrja að fjárfesta og ráða fleira fólk í vinnu. „Það skiptir miklu máli að fyrirtækin geti séð fram í tímann. Öryggi varðandi launakostnað og friður á vinnumarkaði skipta miklu máli.“ Aðspurður kveðst Vilhjálmur líta svo á að kennarar og aðrir opinberir starfsmenn eigi vel heima í breiðu samstarfi á vinnumarkaði þrátt fyrir óánægju með efndir stöðugleikasáttmálans. „Ég get ekki séð að þeir nái frekar árangri án þess að vera samferða öllum hinum.“ Aðkoma ríkisvaldsins er mikilvæg en hún hefur ekki verið rædd að ráði enda vegferðin nýhafin. „Við erum rétt að byrja og eigum eftir að safna því saman sem einstakir aðilar vilja tala um við ríkisvaldið. Það er ekki um það að ræða að skrifa upp á plagg sem ekki er hægt eða vilji til að efna. Það þarf að ganga þannig frá málum að búið sé að afgreiða frumvörp inni í þinginu og taka lokaákvarðanir í málum.“ bjorn@frettabladid.is Eiríkur Jónsson Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Þetta er tilraun sem mistókst og má ekki endurtaka,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, um hugmyndir og þreifingar um nýjan sáttmála á vinnumarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins, almennir og opinberir, ræddu möguleika á samstarfi á fundi í gær. Höfðu Samtök atvinnulífsins frumkvæði að boðun fundarins, sem Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stýrði. Á fundinum lýsti Eiríkur reynslu kennara af stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var sumarið 2009. „Það kemur í ljós að 80 prósent félagsmanna okkar hafa verið án samninga frá miðju síðasta ári og ekki fengið krónu í kauphækkun. Á meðan hafa laun á almenna markaðnum hækkað að meðaltali um sjö til níu prósent. Þess vegna líst mér ekkert á þetta.“ Áformað er að funda á ný eftir tvær vikur. Eiríkur segir óráðið hvort kennarar sæki þann fund. Staðan verði metin í dag. Það hjálpi ekki til að viðsemjendur kennara hjá sveitarfélögunum hafi ekki viljað koma að samningaborðinu vegna mögulegs sáttmála. Þeir hafi viljað bíða og sjá. Slíkt gangi ekki lengur. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ítrekar vilja samtakanna til að semja til þriggja ára og skapa með því grundvöll fyrir atvinnulífið að byrja að fjárfesta og ráða fleira fólk í vinnu. „Það skiptir miklu máli að fyrirtækin geti séð fram í tímann. Öryggi varðandi launakostnað og friður á vinnumarkaði skipta miklu máli.“ Aðspurður kveðst Vilhjálmur líta svo á að kennarar og aðrir opinberir starfsmenn eigi vel heima í breiðu samstarfi á vinnumarkaði þrátt fyrir óánægju með efndir stöðugleikasáttmálans. „Ég get ekki séð að þeir nái frekar árangri án þess að vera samferða öllum hinum.“ Aðkoma ríkisvaldsins er mikilvæg en hún hefur ekki verið rædd að ráði enda vegferðin nýhafin. „Við erum rétt að byrja og eigum eftir að safna því saman sem einstakir aðilar vilja tala um við ríkisvaldið. Það er ekki um það að ræða að skrifa upp á plagg sem ekki er hægt eða vilji til að efna. Það þarf að ganga þannig frá málum að búið sé að afgreiða frumvörp inni í þinginu og taka lokaákvarðanir í málum.“ bjorn@frettabladid.is Eiríkur Jónsson
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira