Kostir sameiningar 6. mars 2010 06:00 Skúli Guðbjarnason skrifar um sameiningu sveitarfélaga Sameining Reykjavíkur og Álftaness hefur mikla kosti varðandi atvinnuuppbyggingu og tekju- og gjaldeyrisöflun beggja sveitarfélaga. Með bættum samgöngum sjóleiðina skapast spennandi kostir með afar ódýrum og einföldum hætti. Álftnesingar kæmust auðveldlega í samband við almenningssamgöngur og göngu-/hjólastíganet höfuðborgarinnar. Reykvíkingar fengju aftur á móti aðgang að útivistarperlu sem er einstæð á Íslandi og það er góð sundlaug þar líka. Skemmtilegir möguleikar á að ferðast hringleið á hjóli um höfuðborgarsvæðið opnast. Það er álíka langt þessa leið til miðbæjar Reykjavíkur og miðbæja nágrannabyggða Álftaness. Sama vegalengd er milli Háskólanna í Reykjavík og miðbæjar Álftaness, eins og vegalengd Álftanessafleggjarans er. Þeir Álftnesingar sem sækja atvinnu og þjónustu miðsvæðis í Reykjavík ættu hægara um vik að nýta almenningssamkomur. Þá gætu Reykvíkingar sótt atvinnu til Álftaness, en búast má við að atvinnustarfsemi á Álftanesinu myndi aukast talsvert við þessa aðgerð. Miðsvæðis í Reykjavík er mun meira gistirými en afþreying þess svæðis annar. Slík tenging gæfi ferðaþjónustuaðilum gífurleg tækifæri til að veita þjónustu og skapa aukna atvinnu á Álftanesi, sem jafnframt eykur gjaldeyristekjur stórlega. Komið hefur í ljós að gistirými á höfuðborgarsvæðinu er þegar langt umfram framboð á afþreyingu. Tenging við Álftanes styður við ferðaþjónustu miðsvæðis í Reykjavík. Fámenni sveitarfélagsins hefur gert Álftnesingum erfitt um vik að nýta augljósa kosti þess mikla landsvæðis sem hér er. Við höfum séð Reykvíkinga gera hagstæða samninga við ríkið um jarðnæði sem hefur síðan nýst til uppbyggingar. Ljóst er að skilvirkara stjórnkerfi stærsta sveitarfélags landsins myndi áorka meiru en okkur hefur tekist, hver sem stefnan yrði varðandi landnýtingu. Hægt er að byggja upp aðstæður til að njóta betur villtrar náttúru Álftaness þar sem búið væri í haginn fyrir náttúruskoðun og menningarviðburði. Í árhundruð hafa mörg inngrip verið gerð í náttúru Álftaness til hagsbóta fyrir landbúnað og mannabyggð. Það má hugsa sér að búið verði í haginn fyrir þær fuglategundir sem nú eiga undir högg að sækja vegna þessa, samtímis því að okkur verði gert betur kleift að njóta nærveru þeirra án þess að valda þeim ónæði. Þörf miðbæjarbúa í Reykjavík fyrir rými til að njóta villtrar náttúru innan áhrifasvæðis almenningssamgangna hefur stóraukist undanfarið. Talsverð umferð útivistarfólks er um frábært göngustígakerfi höfuðborgarinnar á góðviðrisdögum. Ekki síst við Skerjafjörð og Nauthólsvík. Þangað ganga strætisvagnar. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá þá augljósu kosti fyrir bæði sveitarfélögin, sem samgöngur milli Álftaness og þessa svæðis hefðu í för með sér. Þegar horft er til sameiningarmála er afar mikilvægt að virða fyrir sér hvaða kostir eru samfara sameiningu. Þá er nauðsynlegt að horfa til þess hvaða jákvæðu breytingar myndu fylgja sameiningu Álftaness við annað sveitarfélag, til skamms tíma. Einfaldlega vegna þess að erfitt er að segja með vissu hvað gerist þegar til lengri tíma er litið. Erfitt er að sjá að nokkuð annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík hafi tækifæri til eða áhuga á að nýta möguleika á Álftanesi, til góðs fyrir íbúana, í jafn miklum mæli. Eini raunhæfi kosturinn er varðar sameiningu er sá kostur sem er báðum sveitarfélögunum sem sameinast til góðs. Sama hvernig málið er skoðað er erfitt að sjá sameiningarkost sem kemst nálægt því að jafnast á við þá kosti sem sameining Álftaness og Reykjavíkur myndi færa íbúum og gestum þessara sveitarfélaga. Höfundur er náttúrufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skúli Guðbjarnason skrifar um sameiningu sveitarfélaga Sameining Reykjavíkur og Álftaness hefur mikla kosti varðandi atvinnuuppbyggingu og tekju- og gjaldeyrisöflun beggja sveitarfélaga. Með bættum samgöngum sjóleiðina skapast spennandi kostir með afar ódýrum og einföldum hætti. Álftnesingar kæmust auðveldlega í samband við almenningssamgöngur og göngu-/hjólastíganet höfuðborgarinnar. Reykvíkingar fengju aftur á móti aðgang að útivistarperlu sem er einstæð á Íslandi og það er góð sundlaug þar líka. Skemmtilegir möguleikar á að ferðast hringleið á hjóli um höfuðborgarsvæðið opnast. Það er álíka langt þessa leið til miðbæjar Reykjavíkur og miðbæja nágrannabyggða Álftaness. Sama vegalengd er milli Háskólanna í Reykjavík og miðbæjar Álftaness, eins og vegalengd Álftanessafleggjarans er. Þeir Álftnesingar sem sækja atvinnu og þjónustu miðsvæðis í Reykjavík ættu hægara um vik að nýta almenningssamkomur. Þá gætu Reykvíkingar sótt atvinnu til Álftaness, en búast má við að atvinnustarfsemi á Álftanesinu myndi aukast talsvert við þessa aðgerð. Miðsvæðis í Reykjavík er mun meira gistirými en afþreying þess svæðis annar. Slík tenging gæfi ferðaþjónustuaðilum gífurleg tækifæri til að veita þjónustu og skapa aukna atvinnu á Álftanesi, sem jafnframt eykur gjaldeyristekjur stórlega. Komið hefur í ljós að gistirými á höfuðborgarsvæðinu er þegar langt umfram framboð á afþreyingu. Tenging við Álftanes styður við ferðaþjónustu miðsvæðis í Reykjavík. Fámenni sveitarfélagsins hefur gert Álftnesingum erfitt um vik að nýta augljósa kosti þess mikla landsvæðis sem hér er. Við höfum séð Reykvíkinga gera hagstæða samninga við ríkið um jarðnæði sem hefur síðan nýst til uppbyggingar. Ljóst er að skilvirkara stjórnkerfi stærsta sveitarfélags landsins myndi áorka meiru en okkur hefur tekist, hver sem stefnan yrði varðandi landnýtingu. Hægt er að byggja upp aðstæður til að njóta betur villtrar náttúru Álftaness þar sem búið væri í haginn fyrir náttúruskoðun og menningarviðburði. Í árhundruð hafa mörg inngrip verið gerð í náttúru Álftaness til hagsbóta fyrir landbúnað og mannabyggð. Það má hugsa sér að búið verði í haginn fyrir þær fuglategundir sem nú eiga undir högg að sækja vegna þessa, samtímis því að okkur verði gert betur kleift að njóta nærveru þeirra án þess að valda þeim ónæði. Þörf miðbæjarbúa í Reykjavík fyrir rými til að njóta villtrar náttúru innan áhrifasvæðis almenningssamgangna hefur stóraukist undanfarið. Talsverð umferð útivistarfólks er um frábært göngustígakerfi höfuðborgarinnar á góðviðrisdögum. Ekki síst við Skerjafjörð og Nauthólsvík. Þangað ganga strætisvagnar. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá þá augljósu kosti fyrir bæði sveitarfélögin, sem samgöngur milli Álftaness og þessa svæðis hefðu í för með sér. Þegar horft er til sameiningarmála er afar mikilvægt að virða fyrir sér hvaða kostir eru samfara sameiningu. Þá er nauðsynlegt að horfa til þess hvaða jákvæðu breytingar myndu fylgja sameiningu Álftaness við annað sveitarfélag, til skamms tíma. Einfaldlega vegna þess að erfitt er að segja með vissu hvað gerist þegar til lengri tíma er litið. Erfitt er að sjá að nokkuð annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík hafi tækifæri til eða áhuga á að nýta möguleika á Álftanesi, til góðs fyrir íbúana, í jafn miklum mæli. Eini raunhæfi kosturinn er varðar sameiningu er sá kostur sem er báðum sveitarfélögunum sem sameinast til góðs. Sama hvernig málið er skoðað er erfitt að sjá sameiningarkost sem kemst nálægt því að jafnast á við þá kosti sem sameining Álftaness og Reykjavíkur myndi færa íbúum og gestum þessara sveitarfélaga. Höfundur er náttúrufræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar