Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, færðist upp um eitt sæti þegar tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar voru birtar nú rétt eftir klukkan sjö. Þegar fyrstu tölur voru lesnar klukkan sex var hann í sjötta sæti og séra Bjarni Karlsson í því fimmta. Röð efstu manna er að öðru leyti óbreytt. Talinn hafa verið 2212 atkvæði.
1. Dagur B. Eggertsson 1652
2. Oddný Sturludóttir 722
3. Björk Vilhelmsdóttir 791
4. Hjálmar Sveinsson 779
5. Dofri Hermannson 918
6. Bjarni Karlsson 1036
7. Sigrún Elsa Smáradóttir 1106
8. Margrét Sverrisdóttir 1127