Handbolti

Danir unnu leik um sæti á fimmta Evrópumótinu í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fögnuðu sigri.
Danir fögnuðu sigri. Mynd/AFP

Danir kunna greinilega vel við sig í leikjum um sæti á Evrópumótinu í handbolta en liðið vann öruggan sjö marka sigur á Spánverjum í leiknum um fimmta sætið fyrr í dag.

Danir hafa unnið alla leiki sína um sæti síðan að þeir unnu 27-22 sigur á Íslendingum í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir átta árum.

Danir unnu þrjú brons í röð áður en þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með 24-20 sigri á Króatíu á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Noregi.



Danir og leikir um sæti á síðustu Evrópumótum:

EM 2010

34-27 sigur á Spánverjum í leiknum um 5. sætið

EM 2008

24-20 sigur á Króötum í úrslitaleiknum

EM 2006

32-27 sigur á Króötum í leiknum um 3. sætið

EM 2004

31-27 sigur á Króötum í leiknum um 3. sætið

EM 2002

29-22 sigur á Íslendingum í leiknum um 3. sætið



Danir töpuðu síðast leik um sæti á EM þegar þeir lágu 17-19 fyrir Þjóðverjum í leiknum um 9. sætið á EM í Króatíu árið 2000.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×