Varði ákvörðun sína um að ráðast á Írak 30. janúar 2010 04:00 Hópur mótmælenda mótmælti fyrir utan húsakynni rannsóknarnefndarinnar í London meðan Blair bar þar vitni. fréttablaðið/AP „Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira
„Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira