Varði ákvörðun sína um að ráðast á Írak 30. janúar 2010 04:00 Hópur mótmælenda mótmælti fyrir utan húsakynni rannsóknarnefndarinnar í London meðan Blair bar þar vitni. fréttablaðið/AP „Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
„Ég trúi því í einlægni að heimurinn sé öruggari nú,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, þegar hann bar vitni í gær fyrir breskri rannsóknarnefnd, sem er að fara ofan í saumana á aðdraganda Írakstríðsins. Hann segist hafa litið svo á að Saddam Hussein hafi verið „ógnvaldur“ og „skrímsli“, en eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi honum orðið ljóst að ekki væri lengur hægt að bíða bara og vona hið besta. Hann tók fram að hann sjálfur beri meginábyrgðina á þessari ákvörðun, og sagðist sannfærður um að þótt ástandið væri erfitt í Írak í dag þá myndu Írakar ekki vilja skipta á því og Saddam Hussein. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki átt von á því að eftirleikurinn yrði jafn erfiður og raun varð á. Harðskeyttur stuðningur Írans við sjía-múslima og Al Kaída við súnní-múslima hafi komið á óvart og dregið átökin á langinn, með þeim afleiðingum að uppbygging þjóðfélagsins varð miklu erfiðari en innrásarríkin höfðu reiknað með. Hann viðurkenndi líka að vísbendingar um að stjórn Saddams Hussein hafi haft yfir gereyðingarvopnum að ráða hafi verið óljósar og götóttar, en sagðist þó enn telja að þegar upplýsingar frá leyniþjónustunni voru skoðaðar á sínum tíma hafi verið erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að slík vopn hafi verið í fórum Saddams. Í salnum voru meðal annars aðstandendur breskra hermanna, sem látið hafa lífið í átökum í Írak síðustu árin. Andrúmsloftið var spennuþrungið og Blair virtist mjög óöruggur framan af en óx ásmegin eftir því sem á leið, brosti óspart og leiðrétti ýmislegt sem honum þótti rangt með farið í spurningunum. „Mér varð satt að segja flökurt,“ sagði Rose Gentle, ein kona í áheyrendahópnum sem missti 19 ára gamlan son sinn í Írak árið 2004 og átti erfitt með að þola nærveru Blairs. „Honum virtist einnig brugðið, og ég er ánægð með það – augu allra fjölskyldnanna hvíldu á honum.“ Þegar Blair yfirgaf salinn gerðu áheyrendur hróp að honum. Einn hrópaði: „Þú ert lygari!“ og annar bætti við: „Og morðingi!“ Fyrir utan húsið stóð hópur mótmælenda vaktina allan tímann meðan yfirheyrslurnar stóðu yfir. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira