Erlent

Konungurinn féllst á afsögn

Yves Leterme. Albert konungur Belgíu hefur fallist á afsagnarbeiðni Leterme. Líklega verður kosið í júní. Mynd/AP
Yves Leterme. Albert konungur Belgíu hefur fallist á afsagnarbeiðni Leterme. Líklega verður kosið í júní. Mynd/AP
Albert konungur Belgíu hefur fallist á afsagnarbeiðni Yves Leterme, forsætisráðherra landsins, sem sagði af sér í síðustu vikur eftir árangurslausar tilraunir til að leysa langvarandi deilur um tungumál kjördæma. Um alllangt skeið hefur verið tekist á um það hvort bæði tungumálin, flæmska og franska, verði jafngild á nokkuð stóru svæði umhverfis höfuðborgina Brussel. Þegar ekki tókst að leysa deiluna sagði einn flokkur sig úr stjórninni.

Stjórnmálaskýrendur telja að kosið verði í júní eða skömmu áður en Belgar taka við forystu Evrópusambandsins og fara með hana út árið.

Leterme tók við forsætisráðherraembættinu af Herman Van Rompuy sem í nóvember á síðasta ári var valinn í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Rompuy tók við sem Leterme ári áður þegar sá síðarnefndari sagði af sér vegna bankahneykslis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×