Enski boltinn

Cassano fer ekki til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður framherjans skapheita, Antonio Cassano, segir nákvæmlega engar líkur vera á því að Cassano fari til Man. City.

Roberto Mancini, stjóri Man. City, er mikill aðdáandi Cassano og var því búist við að hann myndi reyna að fá Cassano til félagsins.

„Antonio er afar hamingjusamur hjá Sampdoria. Þess utan hefur enginn frá City haft samband við okkur og því er engin ástæða til þess að ræða þessa orðróma frekar," sagði umbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×