Enski boltinn

Vaxmynd af Gerrard á Anfield

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hver er hinn raunverulegi Gerrard? Fyrirliði Liverpool stillir sér upp með vaxmyndinni. Raunverulegi Gerrard er til hægri á myndinni.
Hver er hinn raunverulegi Gerrard? Fyrirliði Liverpool stillir sér upp með vaxmyndinni. Raunverulegi Gerrard er til hægri á myndinni. Nordic Photos/Getty

Vaxmynd af Steven Gerrard kemur í hið fræga vaxmyndasafn Madame Tussaud í London á næstu dögum. Vaxmyndin var afhjúpuð á Anfield en þetta er í eitt af örfáum skiptum sem vaxmyndir af safninu eru frumsýndar utan London.

Gerrard eyddi góðum fimm mínútum í að skoða myndina af sjálfum sér áður en hann gantaðist með að það vantaði örlitla hluti.

Hann lagaði einnig hárið á vaxmyndinni og lét síðan taka af sér myndir.

„Það er alveg frábært að fá sína eigin vaxmynd," sagði Gerrard en það kostaði 150 þúsund pund að búa myndina til. Hún fær pláss nærri David Beckham á safninu.

Gerrard er fyrsti fótboltamaðurinn sem fær sína eigin vaxmynd á safninu síðan 2005. Þá fékk Wayne Rooney sína mynd.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×