Staða ábyrgðarmanna – stóðu bankarnir rétt að skjalagerð? Árni Helgason skrifar 2. desember 2010 06:00 Nýfallinn dómur Hæstaréttar um stöðu ábyrgðarmanna í þeim tilfellum sem skuldari hefur fengið greiðsluaðlögun setur strik í reikninginn fyrir þá sem vilja fara í greiðsluaðlögun. Ákvæði sem átti að tryggja þessa vernd í lögum um ábyrgðarmenn var talið stangast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og því að vettugi virðandi. Samkomulag frá 2001 Ljóst er að þetta setur strik í reikninginn fyrir þá sem ætla í greiðsluaðlögun. Hins vegar er þó ekki víst að öll nótt sé úti enn hjá ábyrgðarmönnum. Þótt lögin um ábyrgðarmenn frá 2009 séu ekki afturvirk og gildi því ekki um ábyrgðir sem veittar voru á árunum fyrir hrun gegnir öðru máli um samkomulag frá 2001 milli stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og Neytendasamtakanna um notkun ábyrgða. Greiðslumat skilyrði Í samkomulaginu, sem leysti af sambærilegt samkomulag frá 1998, kemur fram sú mikilvæga regla að þegar ábyrgðarmaður skrifar upp á sjálfskuldarábyrgð eigi honum að hafa verið kynnt greiðslumat skuldara. Hið sama á við um þegar veðleyfi er veitt í eign. Kynna á veðleyfisgjafa greiðslumat í slíkum tilfellum og verður það að koma skriflega fram á þeirri yfirlýsingu sem ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Sé slíkt ekki gert hefur verið litið svo á að viðkomandi fjármálastofnun hafi brugðist skyldum sínum og veðið eða sjálfskuldarábyrgðin metin ógild. Þetta á við þótt ábyrgðarmaður sé nákominn skuldara, t.d. skipta fjölskyldutengsl ekki máli að þessu leyti, en að vísu hefur ábyrgð verið talin standa ef maki ábyrgist skuldbindingu. Þetta hefur ítrekað komið fram í úrskurðum nefndar um viðskipti einstaklinga við fjármálafyrirtæki sem hefur þessi mál til umfjöllunar og í úrlausnum dómstóla. Þessar reglur eiga eins og áður sagði við um sjálfskuldarábyrgðir sem veittar voru í hinni miklu lánaþenslu í aðdraganda hrunsins. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að ekki er nægjanlegt að við lánveitingu hafi ábyrgðarmaður eða veðleyfisgjafi skrifað undir eða hakað við að hann óski ekki eftir greiðslumati skuldara, ef lánsfjárhæðin er hærri en ein milljón króna. Greiðslumatið verður að hafa legið fyrir og verið aðgengilegt ábyrgðarmanni, ella stenst skuldbindingin ekki. Þetta á þó ekki við um ábyrgðir vegna skulda einkahlutafélaga og einnig verður að hafa í huga að ákveðnar fjármálastofnanir voru ekki aðilar að samkomulaginu upphaflega, t.d. lífeyrissjóðirnir. Ábyrgðarmenn eiga þó í slíkum tilfellum rétt á að hafa fengið eðlilega kynningu á efni skuldbindingarinnar. Í öðrum tilfellum eiga ákvæði samkomulagsins við og greiðslumat verður að liggja fyrir. Mikilvægt að kanna stöðu Af þessum sökum er sérstaklega mikilvægt að ábyrgðarmenn og veðleyfisgjafar kanni hvort fjármálastofnanir hafi staðið rétt að skjalagerð og kynningu greiðslumats þegar sjálfskuldarábyrgðin var veitt. Eins og sjá má í úrskurðum nefndar um viðskipti einstaklinga við fjármálafyrirtæki eru mörg dæmi um að þessu hafi ekki verið sinnt réttilega af hálfu fjármálastofnana og full ástæða fyrir fólk sem er í þeirri stöðu að háar fjárhæðir kunna að falla á þau að kanna þessi atriði. Þetta á sérstaklega við þar sem svo virðist að aðrar tilraunir til að rétta hlut ábyrgðarmanna hafi farið forgörðum. Frjálsir samningar - ábyrgðir Að lokum má velta því upp hvort ekki mætti taka sjálfskuldarábyrgðir og veðleyfi í auknum mæli inn í greiðsluaðlögun og uppgjör skulda. Samkvæmt nýjum lögum um greiðsluaðlögun er kröfuhöfum og skuldurum heimilt að gera frjálsan samning til greiðsluaðlögunar og ekkert því til fyrirstöðu að slíkur samningur taki líka til sjálfskuldarábyrgða og veðleyfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur Hæstaréttar um stöðu ábyrgðarmanna í þeim tilfellum sem skuldari hefur fengið greiðsluaðlögun setur strik í reikninginn fyrir þá sem vilja fara í greiðsluaðlögun. Ákvæði sem átti að tryggja þessa vernd í lögum um ábyrgðarmenn var talið stangast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og því að vettugi virðandi. Samkomulag frá 2001 Ljóst er að þetta setur strik í reikninginn fyrir þá sem ætla í greiðsluaðlögun. Hins vegar er þó ekki víst að öll nótt sé úti enn hjá ábyrgðarmönnum. Þótt lögin um ábyrgðarmenn frá 2009 séu ekki afturvirk og gildi því ekki um ábyrgðir sem veittar voru á árunum fyrir hrun gegnir öðru máli um samkomulag frá 2001 milli stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og Neytendasamtakanna um notkun ábyrgða. Greiðslumat skilyrði Í samkomulaginu, sem leysti af sambærilegt samkomulag frá 1998, kemur fram sú mikilvæga regla að þegar ábyrgðarmaður skrifar upp á sjálfskuldarábyrgð eigi honum að hafa verið kynnt greiðslumat skuldara. Hið sama á við um þegar veðleyfi er veitt í eign. Kynna á veðleyfisgjafa greiðslumat í slíkum tilfellum og verður það að koma skriflega fram á þeirri yfirlýsingu sem ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Sé slíkt ekki gert hefur verið litið svo á að viðkomandi fjármálastofnun hafi brugðist skyldum sínum og veðið eða sjálfskuldarábyrgðin metin ógild. Þetta á við þótt ábyrgðarmaður sé nákominn skuldara, t.d. skipta fjölskyldutengsl ekki máli að þessu leyti, en að vísu hefur ábyrgð verið talin standa ef maki ábyrgist skuldbindingu. Þetta hefur ítrekað komið fram í úrskurðum nefndar um viðskipti einstaklinga við fjármálafyrirtæki sem hefur þessi mál til umfjöllunar og í úrlausnum dómstóla. Þessar reglur eiga eins og áður sagði við um sjálfskuldarábyrgðir sem veittar voru í hinni miklu lánaþenslu í aðdraganda hrunsins. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að ekki er nægjanlegt að við lánveitingu hafi ábyrgðarmaður eða veðleyfisgjafi skrifað undir eða hakað við að hann óski ekki eftir greiðslumati skuldara, ef lánsfjárhæðin er hærri en ein milljón króna. Greiðslumatið verður að hafa legið fyrir og verið aðgengilegt ábyrgðarmanni, ella stenst skuldbindingin ekki. Þetta á þó ekki við um ábyrgðir vegna skulda einkahlutafélaga og einnig verður að hafa í huga að ákveðnar fjármálastofnanir voru ekki aðilar að samkomulaginu upphaflega, t.d. lífeyrissjóðirnir. Ábyrgðarmenn eiga þó í slíkum tilfellum rétt á að hafa fengið eðlilega kynningu á efni skuldbindingarinnar. Í öðrum tilfellum eiga ákvæði samkomulagsins við og greiðslumat verður að liggja fyrir. Mikilvægt að kanna stöðu Af þessum sökum er sérstaklega mikilvægt að ábyrgðarmenn og veðleyfisgjafar kanni hvort fjármálastofnanir hafi staðið rétt að skjalagerð og kynningu greiðslumats þegar sjálfskuldarábyrgðin var veitt. Eins og sjá má í úrskurðum nefndar um viðskipti einstaklinga við fjármálafyrirtæki eru mörg dæmi um að þessu hafi ekki verið sinnt réttilega af hálfu fjármálastofnana og full ástæða fyrir fólk sem er í þeirri stöðu að háar fjárhæðir kunna að falla á þau að kanna þessi atriði. Þetta á sérstaklega við þar sem svo virðist að aðrar tilraunir til að rétta hlut ábyrgðarmanna hafi farið forgörðum. Frjálsir samningar - ábyrgðir Að lokum má velta því upp hvort ekki mætti taka sjálfskuldarábyrgðir og veðleyfi í auknum mæli inn í greiðsluaðlögun og uppgjör skulda. Samkvæmt nýjum lögum um greiðsluaðlögun er kröfuhöfum og skuldurum heimilt að gera frjálsan samning til greiðsluaðlögunar og ekkert því til fyrirstöðu að slíkur samningur taki líka til sjálfskuldarábyrgða og veðleyfa.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar