Erlent

Nýr danskur flokkur leggur áherslu á dýravernd

Þingmaðurinn Christian H. Hansen er talsmaður Fokus.
Þingmaðurinn Christian H. Hansen er talsmaður Fokus.
Fokus heitir nýstofnaður stjórnmálaflokkur í Danmörku. Þingmaðurinn Christian H. Hansen, sem sagði þig úr Þjóðarflokknum í janúar er talsmaður flokksins. Christian skilgreinir Fokus sem miðhægriflokk sem leggi áherslu á umhverfismál og dýravernd.

Þrátt fyrir bakgrunn sinn í Þjóðarflokknum, sem hefur beitt sér fyrir því að innflytjendalöggjöf Dana verði hert, segir Christian að innflytjendastefna danskra stjórnvalda sé alltof ströng og að Fokus vilji breyta henni.

Með hinum nýstofnaða flokki eiga níu stjórnmálaflokkar fulltrúa á danska þinginu. Næstu þingkosningar í landinu fara fram eftir ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×