Lífið

Madonna framleiðir eigin fatalínu

Madonna. MYND/Cover Media
Madonna. MYND/Cover Media

Söngkonan Madonna, 51 árs, þótti standa sig með stakri prýði þegar hún myndaði sjálf fyrir nýja fatalínu, sem hún ásamt dóttur sinni, Lourdes, 13 ára, framleiðir.

Umrædd fatalína ber heitið Material Girl og er ætluð 14-24 ára konum.

Madonna mætti á svæðið þar sem myndataka fyrir auglýsingaherferð Material Girl fór fram og tók samstundis stjórnina í sínar hendur.

Madonna setti trefil á fyrirsætuna, Taylor Momson sem leikur í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl, í miðri myndatöku og hatt áður en hún byrjaði að mynda hana.

„Madonna virtist vita nákvæmlega hvað hún var að gera," er haft eftir samstarfsmanni.

Fatalínan Material Girl er seld í verslunum Macy´s í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.